fim. 9. maí 2024 12:00
Hildur segir Ríkisútvarpið skulda skýringar.
Ríkisútvarpið skuldar skýringar

„Í mínum huga skuldar Ríkisútvarpið skýringar á þeim ákvörðunum sem þarna bjuggu að baki. Það er lágmark að gera þá kröfu að það sé engum vafa undirorpið að Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fylgi lögum og ræki hlutverk sitt af fagmennsku og heilindum.“

Þetta sagði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu á Alþingi á þriðjudag, þegar rætt var um störf þingsins.

 

Tilefni orða Hildar var sú ákvörðun ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks að taka fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins af dagskrá þáttarins, þar sem borið var við skorti á fagmennsku. Fréttaskýringin var síðar sýnd í Kastljósi og vakti mikla athygli.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/08/maria_sigrun_svarar_degi_fullum_halsi/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/27/engin_annarleg_sjonarmid_ad_baki/

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

til baka