sun. 28. apr. 2024 18:56
Svo virðist sem lögreglumenn séu að elta lítinn fólksbíl.
Stór lögregluaðgerð í Vogahverfi

Stór lögregluaðgerð stendur nú yfir í Vogahverfi í Reykjavík þar sem lögreglumenn virðast eltast við lítinn fólksbíl.

Sjónarvottar segja við mbl.is að þeir hafi séð lögreglubíla, bæði merkta og ómerkta, keyra á ógnarhraða á Langholtsvegi, Sæbraut og Álfheimum.

Blaðamaður mbl.is náði myndbandi af eftirförinni. Auk þess heyrist mikið sírenuvæl víða í hverfinu.

 

Einum bíl lögreglunnar var jafnvel ekið á röngum vegahelmingi á Sæbraut með það að markmiði að stöðva fólksbílinn, sem skilaði samt ekki árangri, að sögn eins sem mbl.is ræddi við. Sjónarvotturinn bætir við að hann hafi séð tvo menn í fólksbílnum.

Aðgerð á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Aðgerðin er á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en sérsveitin er til aðstoðar, að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra.

Hún bætir við í samtali við mbl.is að hún geti ekki veitt frekari upplýsingar um aðgerðina.

Fréttin hefur verið uppfærð.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/28/ok_a_ofsahrada_a_moti_umferd_og_uppi_a_stett/

 

til baka