sun. 28. apr. 2024 22:12
Fjölbreytt dagskrá og föndur var í boði.
Gleðin skein úr andlitum barna í Elliðaárdal

Lokadagur HönnunarMars var í dag og bauð Elliðaárstöð til fjölskylduviðburðar þar sem lögð var áhersla á nýsköpun, hönnunarhugsun og hugmyndaheim barna. 

 

 

Börnum og fjölskyldum þeirra var boðið að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá eða njóta samveru í fallegu umhverfi Elliðaárstöðvar. Fjölmargir lögðu leið sína í Elliðaárdalinn og virtust njóta heimsóknarinnar vel.

 

 

Meðal þess sem var á boðstólum var upplifunarviðburður á Bístró með VAXA Technologies og nýsköpunarsmiðja í samstarfi við Hugmyndasmiði. Afrakstur raftextílsmiðju sem unnin var í samstarfi við Selásskóla var til sýnis og gestir gátu prófað sig áfram í tilraunasmiðju með rafrásir og textíl. Þá var og hægt að busla í vatnsleikjagarðinum.

 

til baka