mán. 13. maí 2024 15:06
Um sex ţúsund íbúar í landamćraţorpum í Úkraínu hafa flúiđ heimili sín eftir innrás Rússa á föstudag.
Rússar sćkja fram í Úkraínu

Rússar hafa náđ yfir 30 bćjum og ţorpum í norđausturhluta Karkív-hérađs í Úkraínu á sitt vald eftir ađ hafa hafiđ óvćnta sókn á landamćrum Úkraínu á föstudag. 

Yfirvöld í Úkraínu hafa gefiđ út ađ Rússar hafi náđ „taktískum árangri“ eftir árásir síđustu daga. 

Meira en sex ţúsund íbúar hafa ţurft ađ flýja heimili sín.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/12/grimmileg_orrusta_i_karkiv/

Stöđugar árásir Rússa

Oleg Synegubov, hérađsstjóri Karkív, tjáđi sig um árásirnar á samfélagsmiđlum og sagđi svćđiđ hafa veriđ undir stöđugum árásum Rússa undanfarna daga. Ađ minnsta kosti níu sćrđust í árásunum. 

Samkvćmt heimildum AFP-fréttastofunnar gerđi Úkraína drónaárás á vesturhluta Rússlands. Drónar á vegum Úkraínumanna lentu á olíustöđ á Belgorod-landamćrasvćđinu og rafmagnsađveitustöđ á Lipetsk-svćđinu.

 

Rússnesk yfirvöld á svćđinu sögđu ađ kona hefđi látist og ţrír hafi sćrst ţegar dróni lenti á bílum.

Stjórnvöld í Rússlandi og Úkraínu hafa ráđist á orkuinnviđi hvorra annarra og hafa framleiđslustöđvar Úkraínu orđiđ fyrir miklum skemmdum síđan stríđiđ hófst.

Á Telegram-síđu nátengdri stjórnvöldum í Úkraínu hefur komiđ fram ađ rússneskir hermenn séu búnir ađ ná yfir 100 kílómetra svćđi viđ landamćrin. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/11/russar_herda_sokn_i_ukrainu/

 

til baka