mán. 13. maí 2024 21:20
Annar helmingur flaks U-864 á 150 metra dýpi undan vesturströnd Noregs, skammt frá Fedje, tundurskeyti breska kafbátsins Venturer sprengdu þýska andstæðinginn í tvennt 9. febrúar 1945 og fórst 73 manna áhöfn með U-864.
Þýskur kafbátur ógn við norskt lífríki

Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að ætlun ríkisstjórnarinnar væri að ná svo miklu kvikasilfri sem framast væri unnt úr flaki þýska kafbátsins U-864 sem liggur úti fyrir Fedje í Vestland-fylki.

Flakið uppgötvaði áhöfn varðskipsins KNM Tyr árið 2003 en það liggur á um 150 metra dýpi úti fyrir Fedje, rúmlega 400 íbúa eyjarsamfélagi.

Frétt af mbl.is

Íbúarnir þar óttast áhrifin á lífríki hafsins fari 67 tonn af kvikasilfri í sjóinn eftir því sem greipar Ægis tæra stál U-864 gerr. Sérfræðinefnd um málið komst að þeirri niðurstöðu haustið 2022 að ná þyrfti mengunarvaldinum, kvikasilfrinu, úr bátnum og þekja flakið að því búnu með þéttandi efnum.

Aðgerðin ekki nefnd einu orði

Það var febrúardag nokkurn árið 1945 sem U-864 lagði úr höfn í Noregi.

Stríðsfleyið þýska var á leið til Jap­ans með tæplega 70 tonn af kvikasilfri í 32 kíló­gramma stál­flösk­um, 1.857 tals­ins, auk þýskra þotu­hreyfla í orr­ustuþotur, en varn­ing­ur­inn var ætlaður banda­mönn­um Þjóðverja, Japön­um, sem er þarna var komið sögu voru tekn­ir að fara veru­lega halloka í styrj­öld­inni. Um borð voru einnig tveir þýsk­ir verk­fræðing­ar frá Mess­erschmitt, þeir Rolf von Chlingensperg og Riclef Schomerus, auk jap­anska tund­ur­skeyta­sér­fræðings­ins Tadao Yamoto og landa hans, eldsneyt­is­fræðings­ins Tos­hio Nakai.

Leiðang­ur­inn gekk und­ir heit­inu Aðgerðin Ses­ar, Operati­on Caes­ar í bók­um banda­manna, Un­ter­neh­men Kaiser hjá Þjóðverj­um, og var svo leyni­leg að hún var ekki nefnd einu orði nema í ræki­lega dul­kóðuðum fjar­skipt­um sem banda­menn höfðu hlerað – og ráðið.

Ses­ar hlaut skjót­an endi, eins og sam­nefnd­ur keis­ari löngu áður, áhöfn Vent­ur­er komst í færi og skaut tveim­ur tund­ur­skeyt­um að U-864 sem hæfðu miðskips, sprengdu kaf­bát­inn í tvennt og sendu hann með manni og mús, 73 manna áhöfn, niður á hafs­botn. Með þess­um at­b­urði var það blað brotið í sögu sjó­hernaðar í heim­in­um að í fyrsta skipti grandaði einn kaf­bát­ur öðrum, með vilja, meðan báðir voru stadd­ir í kafi.

Barátta Stuberg

Vinnan við að koma kvikasilfrinu úr bátnum hefst árið 2026. Hún er áhættusöm og fer fram í nokkrum þrepum. „Noregur er stolt sjósóknarþjóð. Við viljum hreint haf og við viljum umgangast hafið á sjálfbæran hátt, sagði Næss sjávarútvegsráðherra í morgun.

Lisbeth Stuberg er einn af íbúum Fedje. Þar býr hún og starfar auk þess sem hún hefur barist fyrir því um 20 ára skeið að skaðleg efni i kafbátnum verði fjarlægð og öryggi lífríkisins í hafi Norðmanna tryggt.

„Þetta hefur gengið upp og niður, trú og efi hafa skipst á. En dagurinn í dag er merkisdagur,“ sagði Stuberg í ræðu á blaðamannafundi í Knarvik á Fedje í morgun eftir að sjávarútvegsráðherra hafði flutt sitt ávarp og gert grein fyrir áætlun norskra stjórnvalda.

NRK

NRKII (þáttur Stuberg)

VG

til baka