mán. 13. maí 2024 20:15
Myndskeið: Felix syngur um draumaprinsinn Baldur

Það var hjartnæm stund þegar Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, söng lagið Draumadrottningin í breyttri útgáfu á gleðistund í kosningamiðstöðinni í síðustu viku. 

Hinsegin stuðningsfólki þeirra hjóna var boðið í kosningamiðstöðina í tilefni þess að í fyrsta skipti í sögunni er hinsegin frambjóðandi í baráttunni um forsetaembætti á Íslandi. Mættu á fjórða hundrað manns á viðburðinn.

Felix tók hið fræga Greifalag, Draumadrottningin, í breyttri útgáfu, þar sem hann söng um draumaprinsinn, sem vill verða forseti og hamast í crossfit.

til baka