Sonur Bubba stígur á svið Borgarleikhússins

Feðgarnir eru mjög líkir í útliti og fasi.
Feðgarnir eru mjög líkir í útliti og fasi. Samsett mynd

Í söngleiknum um Bubba Morthens, Níu líf, hefur innkoma trúbadors á miðja sýningu vakið mikla athygli og margir hæfileikaríkir tónlistarmenn fengið einstakt tækifæri til að spila fyrir nýjum eyrum. Meðal þeirra eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi, Selma Björnsdóttir söngkona, Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Hallgrímur Ólafsson leikari.

Á komandi sunnudagskvöld verður einstök og söguleg stund þegar Brynjar Úlfur Morthens, sonur íslensku tónlistargoðsagnarinnar, stígur á Stóra svið Borgarleikhússins ásamt föður sínum til að flytja eitt þekktasta lag Bubba, Stál og hnífur. Verður þetta í fyrsta sinn sem feðgarnir koma fram saman. 

Brynjar var að störfum þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum en hann starfar sem vélamaður hjá Colas Ísland. 

„Ég er virkilega spenntur og tilbúinn í þetta“

Brynjar er tiltölulega nýfluttur heim frá Kanada þar sem hann lagði stund á nám í leiklist við Vancouver Film School. Hann segist ekki geta beðið eftir að stíga á svið ásamt föður sínum á sunnudag. 

„Ég er virkilega spenntur og tilbúinn í þetta en fyrst og fremst bara þakklátur að fá þetta tækifæri. Söngleikurinn er kominn í sögubækurnar eftir fjögur farsæl ár og það verður ljúft að eiga þessa minningu,“ segir Brynjar sem ætlar að grípa í gítarinn og taka lagið með föður sínum.

„Tónlist hefur spilað stóran þátt í lífi mínu alveg frá byrjun. Ég fékk auðvitað góða tónlistarkennslu frá föður mínum og lærði snemma að meta góða tónlist.

Ég og pabbi fórum mikið saman á rúntinn þegar ég var yngri og þá voru spiluð lög með nokkrum áhrifamestu tónlistarmönnum allra tíma. Tónlistarsmekkur minn er því mjög svipaður og hjá pabba.“

Feðgarnir eru duglegir að skella sér í veiðiferðir.
Feðgarnir eru duglegir að skella sér í veiðiferðir. Ljósmynd/Aðsend

Brynjar er mikill aðdáandi föður síns og hlustar mikið á lögin hans. „Ég er mjög mikill Bubba-aðdáandi og þekki auðvitað tónlistarferilinn og lögin eins og lófann á mér. Vinir mínir eru líka harðkjarna aðdáendur hans. Við erum sannir aðdáendur og tölum um plöturnar, spilum lögin og sækjum tónleikana. Pabbi er mjög ánægður með það og tekur reglulega þátt í samræðum og rökræðum okkar félaganna,“ segir hann og hlær. 

Hvað er uppáhaldslagið þitt?

„Heyrðu, uppáhaldslagið mitt heitir Hulduþula og er á plötunni Trúir þú á engla sem kom út árið 1997. Mér þykir mjög vænt um það lag en það er samið um móður mína, Brynju Gunnarsdóttir, að ég held.“

„Lék Bubba í Blindsker“

Brynjar segist vera athyglissjúkur með eindæmum og stoltur af því. „Ég hef alla tíð elskað að koma fram, það er mér í blóð borið. 

Ég var sex ára gamall þegar ég túlkaði föður minn, barnungan, í heimildarmyndinni Blindsker. Nú 20 árum seinna fæ ég þetta stórskemmtilega verkefni í hendurnar, að spila og syngja fyrir gesti Borgarleikhússins í vinsælustu sýningu sem sett hefur verið á svið hérlendis.

Þetta er algjört „full circle moment“ verð ég að segja, enda aldrei stigið á svið með pabba. 

Blindsker kom út árið 2004.
Blindsker kom út árið 2004. Skjáskot/IMDb

Ætlið þið feðgar að taka æfingu áður en þið stigið á svið?

„Já, ætli það ekki. Við tökum örugglega hitting á morgun og rennum yfir lagið, að minnsta kosti einu sinni. Annars kunnum við þetta alveg.“

Níu líf hefur gengið fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu í mars 2020. Vinsældir sýningarinnar eiga sér enga hliðstæðu hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet. Sýningum lýkur þann 15. júní næstkomandi og fer því hver að verða síðastur að verða sér út um miða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir