Fyrsta málverkið af Karli konungi afhjúpað

Nýtt portrett af Karli III kóngi var afhjúpað á dögunum. …
Nýtt portrett af Karli III kóngi var afhjúpað á dögunum. Karl er í einkennisbúningi velsku herdeildarinnar og fiðrildi situr á öxl hans. AFP

Nýtt portrett af Karli III. Bretakonungi hefur verið afhjúpað. Um er að ræða fyrsta opinbera málverkið af konungnum síðan hann var krýndur á síðasta ári.

Það er eftir listamanninn Jonathan Yeo sem einnig hefur málað portrett af mönnum á borð við Tony Blair, David Attenborough, Nicole Kidman og Kamillu drottningu árið 2014 en þá var hún hertogynja.

Yeo segir að sig hafi langað að koma til skila djúpstæðri manngæsku kóngsins.

„Liturinn gegnir augljóslega stóru hlutverki. Hann er valin út frá þeim eldrauða lit sem einkennir einkennnisbúning velsku herdeildarinnar. Mér fannst tilvalið að sá litur færi út um allan myndflötinn. Búningurinn og orðurnar vísa skemmtilega í hefðbundnu portrett fyrri tíma en þessi mynd átti að vera nútímalegri og dýnamískari.“

Fiðrildi á öxlinni vísar til náttúrunnar

„Svo er það fiðrildið. Ég vildi að ég ætti heiðurinn að því en þetta var reyndar hugmynd kóngsins. Í upphafi ferilsins áttum við samtal um hvað það væri frábært að hafa eitthvað sem vísar í ást hans til náttúrunnar. Þá sagði Karl: „Afhverju ekki að hafa fiðrildi á öxlinni. Þeir gera það víst oft.“ Mér fannst það frábær hugmynd,“ segir Yeo.

Karl sat fyrir fjórum sinnum frá 2021. Yeo skissaði og tók ljósmyndir og vann svo úr þeim á milli funda.

Síðasti fundurinn var í nóvember árið 2023. Þá þurfti listamaðurinn að leigja vörubíl til þess að flytja myndina í Clarence House en myndin er sirka 236 cm x 165 cm að stærð.

Yeo er 53 ára gamall og hefur sjálfur glímt við heilsubresti. Hann barðist við krabbamein þegar hann var á þrítugsaldri og í fyrra fékk hann hjartaáfall.

„Ég reyni alltaf að ná fram lífsreynslu í andlitsdráttum viðfangsins. Hér var markmið mitt að gera portrett mynd í anda konunglegrar hefðar en á þann hátt sem endurspeglar nútíma konungsveldi. Ég er afar þakklátur að fá tækifærið til þess að fanga svona sérstaka manneskju, sérstaklega á þessum tímapunkti sem hann er að verða kóngur.“

Karl var ánægður með myndina.
Karl var ánægður með myndina. AFP
Jonathan Yeo listamaður segist hafa reynt að fanga manngæsku kóngsins …
Jonathan Yeo listamaður segist hafa reynt að fanga manngæsku kóngsins og ást hans til náttúrunnar. AFP
Þeir hittust fjórum sinnum frá árinu 2021.
Þeir hittust fjórum sinnum frá árinu 2021. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir