Útlendingafrumvarpið á dagskrá þingsins á morgun

Bryndís Haraldsdóttir.
Bryndís Haraldsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlendingafrumvarpið svokallaða verður til umræðu á Alþingi á morgun. 

Frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag að sögn Bryndísar Haraldsdóttur formanns nefndarinnar. 

Bryndís segir frumvarpið halda sér í megin dráttum en gerðar hafi verið tvær breytingatillögur í nefndinni. 

„Við teljum okkur vera með gott frumvarp sem hefur verið unnið vel. Málið var tekið fyrir á þrettán fundum í nefndinni og við fengum til okkar alla vega nítján gesti til að ræða málið,“ segir Bryndís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert