Blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar seinkar

Blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar seinkar.
Blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar seinkar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blaðamannafundur sem ríkisstjórnin hafði boðað klukkan 14.30 seinkar. Ástæðan er sú að atkvæðagreiðslur eru enn í gangi á Alþingi um útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur.

Mál­efni Grind­vík­inga er til­efni blaðamanna­fund­ar­ins en þar verða meðal ann­ars kynnt­ar til­lög­ur til stuðnings fyr­ir­tækjum í Grinda­vík.

Á fund­in­um verða for­sæt­is­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og mat­vælaráðherra. Fundurinn verður haldinn í Björtuloftum í Hörpu.

Ekki er ljóst hvenær fundur hefst en dagskrárliðnum á Alþingi ætti að ljúka fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert