Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð, þekkir vel til ólíkra eiginleika olía og hefur meðal annars ritað áhugaverða pistla um heilsusamlegan lífsstíl og mataræði sem getur skipt sköpun fyrir heilsu okkar og líðan. Kaja er frumkvöðull á sínu sviði og á og rekur fyrirtækið Kaja Organic og Café Kaju á Akranesi. Eitt af því sem skiptir miklu máli í fæðuvali okkar er hvaða olíur við notum og það þekkir Kaja vel.
„Í allri umræðunni um heilnæmi olía gleymist oft að olíur eru misjafnar að eiginleikum og ekki víst að allar olíur henti viðkomandi, því er oft betra að leita að olíu sem á að vinna á einhverjum veikleikum svo olían gagnist við að bæta heilsuna,“ segir Kaja.
Hérna koma nokkrar vel þekktar olíur sem vert er að skoða vel hvaða eiginleikum þær eru gæddar:
Graskersfræolía er talin góð fyrir ertingu í þvagblöðru, fyrir sýkingar í nýrum og blöðruhálskirtil.
Hampfræolía er talin góð fyrir húð, hár, blóðrás, exem og þrymlabólur.
Heslihnetuolía er talin góð fyrir blóðleysi, blóðsykur, sem vörn gegn krabbameini, hjartaheilsu, vöxt, lundina, húðina og er bólgueyðandi. Hún er rík af E-vítamín og kopar, hátt hlutfall af omega-6 og omega-9 fitusýrur, hlaðin andoxun.
Hörfræolía er talin góð fyrir ADHA, æðakölkun, ýmsar tegundir krabbameins, eins og brjóst, ristli, nýrna og húð, fyrir þurrk í augum, þurra húð, háan blóðþrýsting, taugakerfið, þunglyndi, breytingaskeiðið. Línólsýra í hörfræolíunni getur verið slæm fyrir blöðruháls, meðgöngu og ætíð á að hætta inntöku fyrir skurðaðgerð og ef hjartamagnýl er tekið vegna blóðþynningar eiginleika olíunnar.
Ólífuolía er talin góð fyrir hjartað og æðakerfið.
Sesamfræolía er talin góð fyrir bólgur, andoxun, jafnar blóðsykur, er blóðþrýstingslækkandi, bakteríudrepandi, léttir lund, mýkjandi, verndar DNA og er náttúruleg sólarvörn.
Valhnetuolía er talin góð fyrir blóðrás, hjartasjúkdóma, bólgur, hormónastarfsemina, húð, exem, sveppamyndun, er verkjastillandi, góð fyrir öldrun og sérstaklega góð fyrir heilastarfsemina.
Vínberjafræolía er talin góð fyrir andoxun (50 sinnum andoxunarríkar en E-vítamín), hjartað og æðakerfið, sykursýki, bólgur, sár.
Því er það góð ástæða að taka inn olíur en passa upp á að taka inn olíu sem hentar því líkamsástandi sem þú ert í.