Fæðingar án aðkomu fagfólks

Það sem af er ári hafa þrjú börn fæðst án aðkomu fagfólks á Íslandi og á síðasta ári fæddust sex börn án aðkomu fagsfólks. Klara Ósk Kristinsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, hefur fjallað um málið á síðustu vikum og skýrði málið fyrir Sonju Sif Þórólfsdóttur.

Þriðji leikhluti hafinn í forsetakjöri

Kosningabaráttan fyrir forsetakjör er að færast á annað svið enda styttist í kosningar. Stjórnmálafræðingarnir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson ræða hvernig gangi og hvert liggi leið.

Vill ekki dást að persónu heldur verkum forseta

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að kosningabarátta fyrir forsetakosningar fari fram í of miklum flýti og fyrir vikið skapist aldrei nein dýpt í umræðu um embættið og þá frambjóðendur sem bjóða sig fram. Hann hefur enga eftirsjá af því að hafa boðið sig fram 2016 en segir framboðsdagana hafa verið undarlega að mörgu leyti. Þetta og meira til í Dagmálum dagsins.

Ásýnd og afstaða í forsetakjöri

Hin eiginlega kosningabarátta er loksins hafin, en í slíku persónukjöri skipta ásýnd og ímynd frambjóðenda mun meira máli en einhver ætluð stefnumál í valdalitlu embætti. Andrés Jónsson almannatengill ræðir það við nafna sinn.