Óvissa með þátttöku lykilmannsins

Belginn Kevin De Bruyne er einn af aðalmönnum Manchester City.
Belginn Kevin De Bruyne er einn af aðalmönnum Manchester City. AFP/Adrian Dennis

Metið verður á æfingu í dag hvort Kevin De Bruyne geti tekið þátt með Manchester City í leik liðsins gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Manchester á sunnudaginn. 

Með sigri gulltryggir Manchester City sér fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð. De Bruyne er eitthvað tæpur og verður ákveðið í dag hvort hann verði með. 

Frá þessu greindi Pep Guardiola á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert