Segir Latabæ eitt þekktasta íslenska vörumerki í heimi

Magnús Scheving sem íþróttaálfurinn
Magnús Scheving sem íþróttaálfurinn

Magnús Scheving fullyrðir að Lazy Town sé eitt vinsælasta íslenska vörumerki í heimi og Sportacus, eða Íþróttaálfurinn, og Glanni glæpur, Robbie Rotten, séu sömuleiðis einhverjar þekktustu íslensku persónurnar. 

Þetta segir Magnús, sem er stofandi Latabæjar, í samtali við ViðskiptaMoggann. Eins og greint var frá fyrr í dag hefur hann nú, í gegnum fjárfestingarfélagið LZT Holding ehf., samið við bandaríska fjölmiðlarisann Warner Bros. Discovery um kaup á öllum eignum Latabæjar, eða LazyTown. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi um heim allan.

Magnús bendir á að áhorfstölur á Latabæjarefni á myndbandavefnum YouTube hafi verið 5,5 milljarðar eftir að Warner Bros. tók þættina úr sýningum árið 2014 þegar ákveðið var að hætta að þjónusta aldurshópinn 0-6 ára. Warner Bros. Discovery hafi haft tekjur af YouTube-streyminu sem nú muni renna til LZT Holding.

Nánar er rætt við Magnús í ViðskiptaMogganum sem kemur út í fyrramálið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK