Stefnir í minni launahækkanir á næstu árum

Hagfræðideild Landsbankans gefur nokkrum sinnum á ári út hagspá þar …
Hagfræðideild Landsbankans gefur nokkrum sinnum á ári út hagspá þar sem rýnt er í stöðu efnahagsmála á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Illa hefur gengið að draga úr spennu á vinnumarkaði, að mati sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að laun hækki minna næstu ár en á síðustu tveimur árum.

Hagfræðideild Landsbankans birti í dag hagspá til 2026. Þar segir að vinnumarkaðurinn hafi staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára en samt sé enn þó nokkur spenna á markaðnum, jafnvel þó eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað.

Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.

Hagfræðingarnir gera ráð fyrir að laun hækki minna næstu ár en hefur gerst á síðustu tveimur árum: um 6,6% á þessu ári, 6,1% á næsta ári og um 5,5% árið 2026.

Mest vinnuafl vantar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans kynnti ákvörðun sína í síðustu viku um að halda Stýrivöxtum óbreytt­um í 9,25%, eins og þeir hafa verið frá því í ág­úst á síðasta ári. En það hefur gengið illa.

Þar hefur helsta keppikefli bankans verið að draga úr spennu á vinnumarkaði. Hagfrðæideildin bendir á að með auknum slaka á vinnumarkaði minnki eftirspurn eftir vinnuafli, samningsstaða launafólks versni og þannig minnki líkur á óhóflegum launahækkunum sem kynda undir þenslu í hagkerfinu.

Þá er jafnfram bent á að þótt vextir hafi borið árangur víða í hagkerfinu, hægt á íbúðaverðshækkunum og dregið úr einkaneyslu, en samt hafi enn ekki tekist að draga nægilega úr spennu á vinnumarkaði.

Á fyrsta ársfjórðungi 2024 sögðust stjórnendur 63% fyrirtækja hafa nægt framboð af starfsfólki en 37% töldu skorta starfsfólk. Hlutföllin eru nú svipuð og þau voru á árunum 2017 og 2018 þegar ferðaþjónustan var í örum vexti.

Eftirspurn eftir starfsfólki er mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem 47% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki. Eftirspurnin er einnig þó nokkur í greinum tengdum ferðaþjónustu, verslun og iðnaði.

Byggir á nýjum kjarasamningum

Sé miðað við verðbólguspá Landsbankans má gera ráð fyrir að kaupmáttur aukist um 0,6% á þessu ári, 1,6% á því næsta og 2% árið 2026. Kaupmáttaraukningin er þó nokkuð undir meðalaukningu síðustu ára en eykst þó eftir því sem líður á spátímann og verðbólga hjaðnar.

Launaspáin byggir aðallega á nýjum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum og þeirri forsendu að samningar á vinnumarkaðnum í heild taki að miklu leyti mið af þeim sem þegar hafa verið undirritaðir.

Í ljósi þrálátrar spennu á vinnumarkaði má ætla að áfram beri á nokkru launaskriði. Hversu mikið launaskriðið verður fer ekki síst eftir því hversu hratt aðhaldssöm peningastefna slær á eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK