Níu ára stöðugleikaskeið í kjaramálum sjómanna

Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt nýja kjarasamninga við SFS …
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt nýja kjarasamninga við SFS og hefur ví skapast vissa í kjaramálum sjómanna til næstu níu ára. mbl.is/Börkur Kjartansson

Margt bendir til þess að íslenskur sjávarútvegur gangi nú inn í sögulegt tímabil stöðugleika í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna, en öll stéttarfélög sjómanna á Íslandi hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Samkvæmt gildistíma þeirra munu kjarasamningarnir gilda næstu níu árin.

Í gær var tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslu innan Sjómannafélags Íslands um nýjan kjarasamning við SFS og var hann samþykktur með 61% greiddra atkvæða gegn 39%, en kosningaþátttaka var 28,5%.

Þar á undan, 5. mars, samþykktu vélstjórar kjarasamning VM og SFS, sem skrifað var undir 22. febrúar síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með 67,6% greiddra atkvæða. Um leið samþykktu einnig félagsmenn Sjómanna- og vélstj´roafélags Grindavíkur nýjan samning með 56,4% atkvæða.

Hafði tekist að landa samningum við vélstjóra í kjölfar þess að gengið var frá samningum SFS og Sjómannasambands Íslands. Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Sjómannasambandsins lauk 16. febrúar og samþykktu tæp 63% nýjan samning við SFS en 37% greiddu atkvæði gegn honum.

Félag skipstjórnarmanna samþykkti samninga við SFS á síðasta ári en önnur stéttarfélög sjómanna hafnaði þeim samningum.

„Sannkallað fagnaðarefni“

„Það er sannkallað fagnaðarefni að samningar við sjómenn séu í höfn til næstu níu ára. Það eykur á fyrirsjáanleika sem tryggir hagsmuni okkar allra sem vinnum í þessari grein, ekki síst sjómannanna sjálfra,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í tilkynningu á vef samtakanna í tilefni af samþykkt kjarasamnings SFS og Sjómananfélagsins.

Í tilkynningunni er bent á að megininntak samningsins lýtur að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækka í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 417,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 507,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 330,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 262,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 143,03 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 154,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,94 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 417,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 507,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 330,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 262,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 143,03 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 154,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,94 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »