Kólumbía slítur stjórnmálasamstarfi við Ísrael

Forseti Kólumbíu hefur ákveðið að slíta utanríkissamstarfi við Ísrael.
Forseti Kólumbíu hefur ákveðið að slíta utanríkissamstarfi við Ísrael. AFP/Juan Barreto

Forseti Kólumbíu, Gustave Petro, sagði fyrr í dag að Kólumbía myndi slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael og sagði leiðtoga Ísraels þjóðarmorðingja sökum framferði Ísraels á Gasasvæðinu.

„Á morgun (fimmtudaginn) verður stjórnmálasamstarfi við Ísrael slitið... sökum þess að forseti landsins er þjóðarmorðingi.“

Petro sagði einnig að lýðræðissinnað fólk þyrfti að koma í veg fyrir endurreisn nasismans á alþjóðavettvangi stjórnmála. 

Petro hefur verið gagnrýninn á sókn Ísraelshers á Gasa og sakaði meðal annars varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, um að notast við orðalag sem hann sagði nasista hafa notað til að lýsa gyðingum forðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert