Um 93% skráð kílómetrastöðu

Kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla hefur verið skráð.
Kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla hefur verið skráð. mbl.is/sisi

Tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa skráð kílómetrastöðu á Island.is eða í Island.is appinu. Kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla hefur verið skráð.

„Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og höfðu eigendur og umráðaaðilar ákveðinn frest til að skrá kílómetrastöðuna. Samkvæmt hinum nýju lögum verður lagt 20 þúsund króna vanskráningargjald á þá sem ekki hafa skilað inn álestri þann 31. janúar,” segir í tilkynningu.

Kílómetragjaldið byggist á fjölda ekinna kílómetra og því munu þau greiða sem nota vegakerfið. Gjaldið verður 6 kr/km fyrir rafmagns- og vetnisbíla en 2 kr/km fyrir tengiltvinnbíla.

Fram kemur í tilkynningunni að stjórnvöld muni halda áfram að styðja við kaup á rafmagns- og vetnisbílum þó að form stuðningsins hafi breyst um áramótin. Veittur verður beinn stuðningur við kaup á slíkum bílum í stað ívilnunar í virðisaukaskatti og mun Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert