Reynt að koma lituðum peningum í umferð

Þjófanna er enn leitað.
Þjófanna er enn leitað. mbl.is/Árni Sæberg

Grunur er um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð sem tengjast þjófnaðinum á 20 til 30 milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í lok mars.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan fengið ábendingar um litaða peninga í umferð, meðal annars á stöðum sem reka spilakassa.

Eins og fram hef­ur komið sprakk lita­sprengja í ann­arri af þeim tveim­ur tösk­um sem inni­hélt pen­inga. Lögreglan hefur ekki gefið upp hversu há upp­hæð kann að hafa lit­ast þegar lita­sprengj­an sprakk.

Í heild voru sjö tösk­ur tekn­ar úr flutn­inga­bíl Öryggismiðstöðvarinnar og voru lita­sprengj­ur í öll­um tösk­unum, líka þeim tómu en lita­sprengj­urn­ar sprungu ekki allar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert