Svartklædd með kattareyru að grilla

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 97 mál afgreidd hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í gærkvöldi var tilkynnt um varðeld í Elliðaárdal og við Hvaleyrarvatn en þar reyndist fólk vera að grilla.

Lögreglumenn sinntu einnig tilkynningu um varðeld í bakgarði. Kom þá í ljós þegar lögreglumenn kíktu í garðinn að þar stóð þar tvennt svartklædd með kattareyru að grilla, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Leigubílstjórar í vandræðum

Þrjár tilkynningar bárust um leigubílstóra í vandræðum með farþega í nótt og komu lögreglumenn þar til aðstoðar.

Þrír gistu fangageymslur vegna ölvunar í miðbæ Reykjavíkur en lögreglan sinnti einnig tilkynningu um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í miðbænum og á bar í úthverfi Reykjavíkur.

Fimm ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða vímuefna á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert