Sniglar óku í röð um miðbæ Reykjavíkur

Liðsmenn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglar, óku frá Grandagarði í átt að …
Liðsmenn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglar, óku frá Grandagarði í átt að Háskólanum í Reykjavík og á sama tíma boðuðu verkalýðsfélögin til kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmenni safnaðist saman víða um land í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins. Veður var með rólegasta móti framan af og sólin lagði blessun sína yfir hátíðarhöldin.

Liðsmenn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglar, óku frá Grandagarði í átt að Háskólanum í Reykjavík og á sama tíma boðuðu verkalýðsfélögin til kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur.

Efnt var síðan til útifundar á Ingólfstorgi. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tölu þar sem hún skaut föstum skotum á íslensk stjórnvöld og fagnaði starfi Eflingarfélaga. Yfirskrift baráttudagsins að þessu sinni var „Sterk hreyfing – sterkt samfélag“. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert