Gæti þurft að fækka dómurum

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

„Ekki verður séð að unnt sé að bregðast við vanfjármögnun héraðsdómstóla og boðaðri aðhaldskröfu nema með því að fækka dómurum um tvo til þrjá og/eða leggja niður a.m.k. einn einmenningsdómstól. Það yrði ekki gert nema með breytingum á lögum.“

Þetta segir í umsögn sem dómstólasýslan hefur sent fjárlaganefnd vegna fjárheimilda til dómstóla, sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun áranna 2025-2029.

Að mati dómstólasýslunnar þarf að auka framlög til dómstólanna á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Talsvert vanti upp á að grunnfjárheimildir á fjárlögum vegna héraðsdómstóla standi undir rekstrarkostnaði. Bæta þurfi mönnun á skrifstofum dómstóla vegna mikils og viðvarandi álags og veikinda o.fl.

Í fjármálaáætluninni sé hins vegar gert ráð fyrir sértækum aðhaldsráðstöfunum hjá dómstólunum, upp á 40 milljónir kr. á árinu 2026, 50 millj. kr. á árinu 2027 og 60 millj. kr. á árinu 2028.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert