Par braut rúðu í sameign

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp úr klukkan eitt í nótt var tilkynnt um par að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss í Reykjavík. Parið fannst skömmu síðar á bifreið og var þá handtekið vegna málsins.

Við vinnslu málsins kom í ljós að annað þeirra var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunað um fleiri brot. Einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hjóli stolið 

Tilkynnt var um þjófnað fyrir utan vinnusvæði fyrirtækis í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti á fjórða tímanum í nótt. Þar hafði hjóli verið stolið.

Lögreglan var með grunsemdir um hver hefði verið þar að verki og fannst hjólið stuttu síðar fyrir utan heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert