Tveir farðar, einn augnskuggi og mikill raki

Harpa Guðmundsdóttir er hér með fallega brúðarförðun sem Sara Eiríksdóttir …
Harpa Guðmundsdóttir er hér með fallega brúðarförðun sem Sara Eiríksdóttir töfraði fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Eiríksdóttir, alþjóðlegur förðunarmeistari Lancôme, er nýkomin heim frá Suður Frakkalandi þar sem hún heimsótti Domaine De La Rose sem stendur á fjögurra hektara landi. Á þessum stað ræktar Lancôme innihaldsefni í ýmsar vörur og ilmi. Sara lærði margt nýtt sem nýttist vel þegar hún farðaði Hörpu Guðmundsdóttur fyrir Brúðkaupsblað Morgunblaðsins.

Sara lagði áherslu á að húðin væri falleg og ljómandi. Þegar kemur að sjálfri förðuninni vildi Sara hafa hana látlausa og endingargóða. Það er fátt sem skiptir meira máli en að förðunin aflagist ekki þegar svona mikið er í húfi. Sara segir að góð húðumhirða skipti máli svo förðunin komi vel út og að það sé á algerum bannlista að prófa nýjar húðvörur daginn fyrir giftingu.

„Það skiptir máli að undirbúa húðina vel fyrir giftinguna svo förðunin verði sem fallegust. Hreinsun, raki og ljómi leika stórt hlutverk í lýtalausri förðun. Ég notaði mínar uppáhaldsvörur á Hörpu en þar má nefna Génifique-andlitsserum, augnserum og rakakrem en þessar vörur innihalda góðgerla, hýalúrónsýru og C-vítamín sem gefa ferskleika og þéttari áferð,“ segir Sara.

Hún segir að það skipti máli að leyfa húðvörunum að ganga vel niður í húðina. Þess vegna ákvað hún að byrja á því að farða augun á með húðvörurnar voru að taka sig.

„Ég notaði Hypnôse-augnskuggapallettu nr. 1, French Nude, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér ef ég er að gera náttúrulega förðun. Ég notaði brúnan Le Stylo-augnblýant til að ramma augun inn en hann er vatnsheldur. Ég setti hann inn í efri vatnslínuna til að fá þéttari og dekkri augnháralínu. Svo setti ég Lash Idôle-maskarann sem þykkir, lengir, sveigir og endist án þess að smita eða molna,“ segir Sara.

Til að fullkomna förðunina notaði Sara Lash Idôle-maskarann á efri …
Til að fullkomna förðunina notaði Sara Lash Idôle-maskarann á efri og neðri augnhár. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sara farðaði augun á meðan húðin var að taka sig.
Sara farðaði augun á meðan húðin var að taka sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Notaði tvo ólíka farða

Nú var komið að húðinni sjálfri sem var orðin vel rakafyllt og frískleg. Í ferðinni til Suður-Frakklands fór Sara í sýnikennslu hjá förðunarmeistara Lancôme, Sheika Daley, en hún notaði bæði Teint Idole Ultra Wear-farðann og Care-in-Glow-farðann sem kom mjög fallega út. Sara ákvað að gera slíkt hið sama og byrjaði á að setja Care-in-Glow-farðann á mitt andlitið og rammaði inn og skyggði með hinum klassíska farðanum. Care-in-Glow-farðinn er léttari, náttúrulegri og meira ljómandi á meðan hinn er meira þekjandi og hálfmattur. Sara notaði Care-in-Glow-hyljara undir augu, á höku og örlítið á ennið til þess að fá meiri birtu á andlitið og jafnari áferð.

„Ég notaði litlaust púður yfir hyljarann svo hann myndi ekki smita eða leggjast í línur. Fyrir hreyfingu og ferskleika í förðunina setti ég sólarpúður og kinnalit. Til þess að fullkomna förðunina notaði ég Absolu Rouge-varalit nr. 253, Mademoiselle Amanda, en hann gefur mýkt, raka og þægindi allan daginn. Lokaskrefið og eitt það mikilvægasta er svo All Nighter Setting-spreyið frá Urban Decay en það gefur aukna endingu, blandar förðuninni fallega og gerir hana vatns- og smithelda,“ segiar Sara.

Absolu Rouge-vataliturinn gefur mýkt og raka allan daginn.
Absolu Rouge-vataliturinn gefur mýkt og raka allan daginn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér má sjá Hörpu tilbúna.
Hér má sjá Hörpu tilbúna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð ráð fyrir stóra daginn - hvað á að gera og hvað ekki

  • Fara í prufuförðun og vera búin að skoða innblástur á til dæmis Pinterest fyrir förðun.
  • Ef brúður vill vera með augnháralengingar er gott að gera það fyrir prufuförðun.
  • Ekki lita augabrúnir degi fyrir brúðkaupsdaginn eða samdægurs.
  • Ekki setja brúnkukrem samdægurs og passa að setja ekki brúnku á innanverða handleggi sem geta smitað í brúðarkjólinn.
  • Vera með „rescue-kit“ yfir daginn og kvöldið með helstu nauðsynjum á við varalit, hyljara og eyrnapinna.
  • Fela eyrnapinna í brúðarvendinum svo auðvelt sé að þerra tár eða lagfæra.
  • Ef brúður ætlar að vera með hálsmen er sniðugt að festa það með augnháralími svo það haldist á sínum stað.
  • Ekki vera hrædd við að segja hvað þér finnst því þetta er þinn dagur og þú þarft að vera ánægð með förðunina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda