Frá United til Juventus?

Mason Greenwood í leik með Getafe gegn Real Madrid.
Mason Greenwood í leik með Getafe gegn Real Madrid. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Líklegast er að enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood verði seldur frá Manchester United til Juventus á Ítalíu í sumar, samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu og Spáni.

Greenwood, sem er 22 ára gamall, hefur náð sér vel á strik með  Getafe á Spáni á yfirstandandi keppnistímabili en þar hefur hann verið í láni í vetur. Hann hefur ekki leikið með United síðan í janúar 2022 þegar hann var handtekinn vegna ofbeldismála, en allar kærur á hendur honum voru  felldar niður þrettán mánuðum síðar.

Samkvæmt iNews er Juventus með forystuna í kapphlaupinu um Greenwood og mun væntanlega  greiða Manchester United um 40 milljónir punda fyrir hann.

Barcelona, Atlético Madrid, Real Sociedad og Valencia eru í hópi þeirra félaga sem hafa sýnt áhuga á enska kantmanninum og þá hefur forseti Getafe sagt að hann vilji fá hann endanlega í sínar raðir. Í vetur hefur Greenwood skorað tíu mörk og átt sex stoðsendingar fyrir Getafe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert