Nadal vill spila á Roland Garros

Rafael Nadal fagnar stigi gegn Hubert Hurkacz í gær
Rafael Nadal fagnar stigi gegn Hubert Hurkacz í gær AFP/Filippo MONTEFORTE

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal gæti þurfti að sleppa Opna franska meistaramótinu sem hefst 26. maí. Spánverjinn hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár.

Nadal hefur unnið Opna franska mótið fjórtán sinnum og er án nokkurs vafa besti leikmaður heims á leir. Spánverjinn verður 37 ára á árinu og gæti þetta verið hans síðasta tímabil.

Nadal tapaði sannfærandi gegn Pólverjanum Hubert Hurkacz á Róm Masters mótinu í gær og það mátti sjá á Spánverjanum að hann gekk ekki heill til skógar.

„Ég hef ekki ákveðið mig, ég mun gera mitt besta til að spila á Roland Garros og trúi að ég geti það. Ég er í vandræðum með skrokkinn á mér en ég er ekki svo slæmur að ég útiloki að taka þátt í Frakklandi, á mótinu sem hefur reynst það mikilvægasta á mínum ferli“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert