Óli Páll snýr aftur til Snjallgagna

Óli Páll Geirsson.
Óli Páll Geirsson.

Dr. Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis hugbúnaðarfyrirtækisins Snjallgagna. Óli Páll hefur samhliða snúið til baka í eigendateymi félagsins, en hann var einn af stofnendum þess árið 2020.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Snjallgögn þrói hugbúnaðarlausnir sem gera fyrirtækjum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi en lykilvara fyrirtækisins er gervigreindarkerfið Context Suite, en fyrirtækið hefur allt frá stofnun unnið að margvíslegum gervigreindarlausnum.

Óli Páll leiddi síðast gagnavísindateymi Lucinity, sem hafði það hlutverk að þróa gervigreindarlíkön og aðferðir sem auðvelda fjármálafyrirtækjum til að taka gagnadrifnar og árangursríkar ákvarðanir í baráttunni gegn peningaþvætti. Hann starfaði áður sem gagnastjóri Reykjavíkurborgar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar áður var Óli Páll sérfræðingur í gagnavísindum hjá Landsbankanum. Hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá sama skóla. Samhliða fyrri störfum hefur Óli Páll starfað sem aðjúnkt í tölfræði við Háskóla Íslands.

Viðskiptavinir Snjallgagna starfa á ólíkum sviðum atvinnulífsins og eru meðal annars Arctic Adventures, Bónus, Íslandshótel, Nova, Rarik og Sýn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK