Mikil breyting í þróun skulda á áratug

Sigið hefur á ógæfuhliðina í rekstri borgarinnar.
Sigið hefur á ógæfuhliðina í rekstri borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar rekstur Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar, þriggja stærstu sveitarfélaga landsins, síðustu tíu ár er borinn saman sést að rekstur þeirra hefur þróast í ólíkar áttir. Það er nær sama hvaða þættir eru bornir saman, allar helstu kennitölur sýna að á meðan sigið hefur á ógæfuhliðina í Reykjavík hefur rekstur Kópavogs og Hafnarfjarðar styrkst verulega.

Morgunblaðið birti síðastliðinn fimmtudag umfjöllun og gröf sem sýndu þróunina í rekstri þessara sveitarfélaga frá árinu 2014. Var þá stuðst við vísitölu til að glöggva sig sem best á þróuninni eins og hún blasir við á umræddu tímabili. Rétt er að taka fram að vísitölutenging sýnir ekki stöðuna eins og hún er núna, en hún sýnir vissulega með hvaða hætti hlutirnir hafa þróast á tilteknu tímabili.

Verri skuldastaða í Reykjavík

Þær fjárhæðir sem liggja að baki sýna sömu mynd. Sé litið á skuldir A-hluta sveitarfélaganna á hvern íbúa sést að árið 2014 skuldaði hver íbúi í Hafnarfirði um 970 þús.kr. meira en hver íbúi Reykjavíkur. Í lok árs 2023 er munurinn kominn niður í tæpar 400 þús.kr. Í lok árs 2014 var skuld á hvern íbúa í Kópavogi tæpum 700 þús.kr. hærri en í Reykjavík en nú, tíu árum síðar, skuldar hver íbúi Reykjavíkur um 120 þús.kr. meira en hver Kópavogsbúi. Tekið var fram í umfjöllun MBL í síðustu viku að skuldir á hvern íbúa eru hæstar í Hafnarfirði.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK