Forsíðan sem olli illdeilum

Bræðurnir eru ekki bestu vinir.
Bræðurnir eru ekki bestu vinir. AFP

Prinsarnir Vilhjálmur og Harry áttu í hatrömmum deilum vegna Vogue-forsíðu Meghan Markle. Deilan var eitt af kornunum sem fylltu mælinn og varð til þess að djúp gjá myndaðist á milli bræðranna. Enn er ekki gróið um heilt.

Í nýútkominni bók Battle of the Brothers segir frá undanfara þess að Harry sagði sig frá sínum konunglegu skyldum. 

Sagan segir að Vogue hafi leitað eftir að fá Meghan Markle á forsíðu tímaritsins. Hún hafi hins vegar sjálf stungið upp á því að hún ritstýrði einu blaði. Markle valdi 15 konur á forsíðuna, hvaðanæva úr heiminum, undir fyrirsögninni „Forces for Change“. Þar mátti sjá konur á borð við Gretu Thunberg loftslagsaðgerðasinna, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og svo leikkonuna Jameelu Jamil sem berst fyrir líkamsvirðingu.

Þetta fór ekki vel í konungsfjölskylduna, sem ávallt reynir að vera ópólitísk. Vilhjálmur prins reyndi að tala um fyrir Harry varðandi Vogue en útkoman varð eitt heljarstórt rifrildi.

Höfundur bókarinnar segir að Harry hafi reiðst mjög og þetta hafi gert hann enn fjarlægari fjölskyldu sinni. Í kjölfarið ákváðu Harry og Meghan að verja ekki sumrinu við Balmoral-kastalann með fjölskyldunni.

Vogue forsíðan umdeilda.
Vogue forsíðan umdeilda. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant