Samið um vopnahlé Í Nagorno-Karabakh

Frá átökum í Nagorno-Karabakh héraði í september.
Frá átökum í Nagorno-Karabakh héraði í september. AFP

Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Vopnahléið tekur gildi á miðnætti annað kvöld eftir nærri þriggja vikna blóðug átök í héraðinu. 

Fram kemur á BBC að ákvörðunin hafi verið tekin í samræmi við vopnahlé sem samþykkt var um síðustu helgi. Vopnahléið var þó brotið og hafa deiluaðilar sakað hvorn annan um að hafa gripið til vopna. 

Átök hófust í héraðinu í síðasta mánuði. Hundruð hafa látist. Um er að ræða skæðustu átök í héraðinu frá því að sex ára stríði um svæðið lauk með vopnahléi árið 1994. 

Samið var um vopnahlé af mannúðarástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert