Hálkublettir á fjallvegum

Hálkublettir eru meðal annars á Steingrímsfjarðarheiði. Mynd úr safni.
Hálkublettir eru meðal annars á Steingrímsfjarðarheiði. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum en einnig á Hellisheiði eystri og Fjarðarheiði. Annars staðar eru aðalleiðir greiðfærar.

Síðdegis í dag er búist við norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi á heiða- og fjallvegum á norðan- og austanverðu landinu og með fylgir slydda eða snjókoma af og til með versnandi akstursskilyrðum.

Á láglendi helst frostlaust að mestu, en á stöku stað lúmsk hálka í nótt og fyrramálið einkum vestantil á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert