Fékk tvöfaldan banana í einum bita

Maður nokkur í Bretlandi lenti í því að fá tvö …
Maður nokkur í Bretlandi lenti í því að fá tvö banana í einu hýði. mbl.is/Tom Symes/SWNS.COM

Maður nokkur í Bretlandi lenti í minnisstæðu atviki nú á dögunum þegar hann fékk tvöfaldan banana í einum bita.

Þegar Tom Symes keypti bananaklasa í matvörubúðinni tók hann ekki eftir því að einn bananinn var stærri en vanalega. Og það var ekki fyrr en heim var komið að hann sá hversu risavaxinn einn af þeim var. Hann var smeykur um að ávöxturinn væri fullur af kóngulóareggjum eða ónýtur. En þegar hann opnaði hýðið kom tvöfaldur banani í ljós – honum til mikillar furðu. Hann borðaði annan þeirra og gaf mömmu sinni hinn helminginn. Þeim fannst þetta dálítið skondið í byrjun, en áttuðu sig síðan á því að þetta var bara banani eftir allt saman.

Tvíburar eru ekki algengir, og geta einnig komið fyrir hjá ávöxtum sem og dýrum. Samkvæmt sérfræðingum geta um 5% banana vaxið í „tvöfalda fingur“ – en þeim er oftast hent. Og þó að tvöfaldir bananar séu sjaldgæfir, þá finnast einnig fjórfaldir bananar.

Tom hefur nýlokið við mastersritgerðina sína í skólanum og leitar að vinnu, sem hefur ekki gengið vel til þessa. Hann vonast til að þessi uppákoma með bananann muni veita honum smá heppni. Hann er í það minnsta búinn að rata í fréttirnar víðsvegar um heiminn, sem er ágætis byrjun.

mbl.is/Tom Symes/SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert