Svona færðu graskerið til að endast lengur

Ætlar þú að skera út grasker í ár? Þá þarftu …
Ætlar þú að skera út grasker í ár? Þá þarftu að kynna þér þetta trix hér fyrir neðan. mbl.is/Colourbox

31. október er dagurinn sem haldið er upp á hrekkjavökuna – ógnvekjandi stund fyrir mörg börn og barnslegar sálir  þar sem látinna er minnst og sælgæti svífur í loftum.

Ef þú sérð fyrir þér að skera út grasker í tilefni hrekkjavökunnar veistu væntanlega að mesta vandamálið er hversu fljótt það byrjar að rotna. Og öll sú vinna sem farið hefur í að skera graskerið út endist því miður ekki lengi.

Einfalt trix til að lengja líftímann út haustið er að pensla graskerið að innan með Atamon sem hindrar myglu- og sveppavöxt. Annað ráð er að smyrja það að innan með vaselíni, sem myndar hálfgerða filmu utan um graskerið og ver það gegn þurrkun og myglu. Eins halda sumir því fram að olía eða kókosolía geri kraftaverk. Þetta getur verið pínu maus í framkvæmd, en er vel þess virði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert