Eins og tvær stelpur í Barbie

„Þetta eru ráðvilltar konur. Þær eru mikið að reyna að …
„Þetta eru ráðvilltar konur. Þær eru mikið að reyna að marka sér félagslega stöðu en koma sér sífellt í vandræði. Þær eru svolítið eins og í seinni unglingaveiki, eins konar gráum fiðringi. Þetta er bleiki fiðringurinn,“ segir Auður um skáldsögu þeirra Birnu Önnu 107 Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skáldsagan 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur kemur út í vikunni. Sagan er farsi um miðaldra konur í Vesturbænum sem lenda í ótrúlegum ævintýrum. Auður og Birna Anna segja samstarfið hafa gengið afburðavel og oft hafi þær skrifað sem ein vitund. Á döfinni er bæði sjónvarpssería eftir samnefndri bók og sjónvarpsmynd þar sem Covid kemur við sögu.

Sögusvið bókarinnar 107 Reykjavík er eins og titillinn gefur til kynna Vesturbærinn. Það er því vel við hæfi að eiga stefnumót á Ægisíðunni við rithöfundana Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur. Þær stöllur eru eins og svart og hvítt, að minnsta kosti í útliti. Birna Anna er hávaxin með rennislétt ljóst hár, blá augu og klædd í æpandi bláa kápu; Auður er lágvaxin og dökk á brún og brá með hrokkið hár, í brúnni kápu og ullarsokkum undir skónum. Við bregðum á leik í fjörunni og þær stilla sér upp fyrir framan myndavélina, þó með góða tvo metra á milli sín; jafnvel þrjá. Veðrið ákveður...