Ekki refsað fyrir að leggja hönd á aðstoðardómara

Sergio Agüero var tekinn af velli í síðari háfleik í …
Sergio Agüero var tekinn af velli í síðari háfleik í gær en hann er að koma til baka eftir meiðsli. AFP

Segio Agüero, framherja enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður ekki refsað fyrir að leggja hönd á Sian Massey-Ellis, aðstoðardómara í leik City og Arsenal sem fram fór á Etihad-vellinum í Manchester í gær.

Atvikið átti sér stað á 42. mínútu fyrri hálfleiks en Agüero var ósáttur með að fá ekki innkast á vallarhelmingi Arsenal og setti hönd sína á bak Massey-Ellis til að undirstrika mál sitt.

Aðstoðardómarinn ýtti Agüero frá sér og Chris Kavanagh, dómari leiksins, ákvað að refsa Agüero ekki.

Mikið hefur verið rætt og ritað um atvikið síðan en dómarasamtökin á Englandi tilkynntu í morgun að Agüero yrði ekki refsað.

Atvikið umrædda sem átti sér stað í leiknum í gær.
Atvikið umrædda sem átti sér stað í leiknum í gær. Ljósmynd/@ImagesGgmu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert