Hollendingurinn mun fá sín tækifæri

Donny van de Beek bíður ennþá eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
Donny van de Beek bíður ennþá eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik. AFP

Donny van de Beek, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun fá sín tækifæri í byrjunarliðinu að sögn Ole Gunnar Solskjærs, stjóra liðsins.

Van de Beek gekk til liðs við United frá Ajax í sumar en enska félagið borgaði 35 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn.

Leikmaðurinn, sem er 23 ára gamall, hefur aðeins spilað 61. mínútu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum.

„Hann mun fá sín tækifæri í byrjunarliðinu,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir 4:1-sigur liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Hann hefur staðið sig mjög vel síðan hann kom hingað og það er magnað að fylgjast með honum á æfingum.

Boltinn er límdur við hann og hann tapar honum aldrei. Við erum að leita að jafnvægi í liðinu og hann þarf bara smá tíma,“ bætti stjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert