Níunda markið í Svíþjóð (myndskeið)

Aron Jóhannsson í leik með Hammarby.
Aron Jóhannsson í leik með Hammarby. Ljósmynd/Hammarby

Aron Jóhannsson, framherji sænska knattspyrnufélagsins Hammarby, var á skotskónum í 4:2-heimasigri liðsins gegn Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron skoraði annað mark leiksins strax á 5. mínútu eftir að Gustav Ludwigson hafði komið Hammarby yfir.

Ludwigson bætti við þriðja marki Hammarby áður en Mamudo Moro minnkaði muninn fyrir Mjällby. 

Tim Söderström bætti við fjórða marki Hammarby á 62. mínútu áður en David Batanero skoraði annað mark Mjällby á 69. mínútu og þar við sat.

Þetta var níunda mark Arons í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu ellefu leikjum Stokkhólmsliðsins.

Alls hefur Aron leikið átján leiki í deildinni á tímabilinu en sjö sinnum hefur hann komið inn á sem varamaður.

Hammarby er í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig, 11 stigum minna en topplið Malmö, þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu.

Mark Arons má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert