Verulegur samdráttur í löndun afla

Líflegt er við höfnina á sumrin þrátt fyrir að útgerð …
Líflegt er við höfnina á sumrin þrátt fyrir að útgerð hafi dregist saman. mbl.is/Ómar

Umsvif í Akraneshöfn hafa breyst allnokkuð á síðustu árum og þrátt fyrir það leiðarljós að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn hefur þróun í útgerð og fiskvinnslu leitt til þess að umferð fiskiskipa um höfnina hefur minnkað verulega og löndun afla dregist saman.“

Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, m.a. í samantekt sem lögð var fyrir fund stjórnar Faxaflóahafna sf. fyrir páska.

Málefni Akraneshafnar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að HB Grandi hf. kynnti þau áform sín að hætta allri bolfiskvinnslu á Akranesi. Að beiðni bæjarstjórnar Akraness og Verkalýðsfélags Akraness hefur fyrirtækið frestað þessum áformum til haustsins að minnsta kosti.

Dekkið smúlað í Akraneshöfn.
Dekkið smúlað í Akraneshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Munu hafnabætur breyta boðuðum áformum HB Granda á Akranesi?

Nú er verið að skoða hvort hafnarbætur við Akraneshöfn með gerð 40.000 fermetra landfyllingar muni mögulega verða til þess að HB Grandi hætti við áform sín.

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fyrrnefndum fundi sínum að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að halda áfram tæknilegum undirbúningi hafnarbóta á Akranesi. Einnig að gera ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun þegar ljóst yrði að af þeim gæti orðið.

Samhliða óskaði stjórnin eftir því að Akraneskaupstaður annaðist nauðsynlega skipulagsvinnu vegna þeirra tillagna sem liggja fyrir í samantekt um starfsemi, skipulag og þróun Akraneshafnar.

En nýleg viðtöl við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, hafa ekki orðið til að auka Akurnesingum bjartsýni. Í viðtali við Viðskiptablaðið miðvikudaginn 12. apríl síðastliðinn sagði hann m.a. orðrétt:

„Ég sé í sjálfu sér ekki hvernig það á að geta orðið breyting á þessum áformum eða hvernig menn ætla að geta afstýrt þessum áformum núna. Menn geta sett upp framtíðarsýn með ýmsum hætti en þetta blasir við okkur núna og ég sé ekki nein úrræði sem gætu komið í veg fyrir þessi áform.“

Veðurblíða í Akraneshöfn. Mikil útgerð hefur verið í bænum um …
Veðurblíða í Akraneshöfn. Mikil útgerð hefur verið í bænum um aldaskeið. mbl.is/Ómar

Sveiflukennd löndun á uppsjávarfiski

Vilhjálmur tók jafnframt fram í viðtalinu að eins og staðan væri í dag væri HB Grandi að tapa verulega á starfseminni á Akranesi.

Fram kemur í samantekt Gísla Gíslasonar að á síðustu árum hafi sú þróun átt sér stað í Akraneshöfn að löndun á bolfiski hafi minnkað verulega. HB Grandi hætti löndun á frystum fiski fyrir allmörgum árum, en hefur keyrt árlega um 7.000 til 8.000 tonnum af þorski frá Reykjavík til vinnslu í húsum félagsins á Akranesi.

„Löndun á uppsjávarfiski er sveiflukennd, en hún er þó uppistaðan í þeim afla sem landað er. Smábátaútgerð hefur dregist saman og það magn sem selt er á Fiskmarkaði Íslands dregist saman þannig að seldur afli er um 1.000 tonn,“ segir Gísli.

Í töflu sem fylgir samantekt Gísla kemur m.a. fram að landaður afli í Akraneshöfn var 46.359 tonn árið 2012, þar af uppsjávarafli 44.573 tonn og bolfiskur 1.076 tonn. Árið 2016 var landaður afli aðeins 5.905 tonn, þar af uppsjávarafli 4.151 tonn og bolfiskur 806 tonn.

HB Grandi tilkynnti nýlega áform um fjöldauppsagnir á Akranesi.
HB Grandi tilkynnti nýlega áform um fjöldauppsagnir á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjólfur biskup sá fyrsti

Um aldaskeið hefur Akranes verið mikill útgerðarbær enda stutt á fengsæl fiskimið í Faxaflóa. Frá fyrri tíð er e.t.v. frægust útgerð Brynjólfs biskups Sveinssonar um miðbik 17. aldar.

Útgerð Brynjólfs var nokkuð umsvifamikil og halda má því fram að þar hafi orðið til fyrsti vísir að sjávarþorpi á Íslandi, að því er fram kemur í sögupunktum um Akraneshöfn. Hafnaraðstaða var hins vegar engin heldur var notast við varir og lendingar og fjöldi örnefna á Akranesi vísar til þess.

Árið 1930 ákvað hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps að hefja framkvæmdir við gerð hafnargarðs í Krossvík þar sem núverandi hafnaraðstaða hefur verið undanfarna áratugi.

Þekktasta útgerðarfyrirtækið á Akranesi var án efa Haraldur Böðvarsson hf. Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður hóf útgerð 17. nóvember 1906 þegar hann keypti sexæringinn Helgu Maríu. Hann var þá aðeins 17 ára. Nokkru síðar hóf Haraldur fiskverkun. Hann gerði jafnan út fjölda báta og var með mikinn fjölda manns í vinnu, bæði sjómenn og landverkafólk. Var fyrirtæki hans hið stærsta á Akranesi. Haraldur lést 19. apríl 1967.

Í apríl 1991 voru þrjú sjávarútvegsfyrirtæki á Akranesi, Haraldur Böðvarsson & Co, Heimaskagi hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness, sameinuð undir nafninu Haraldur Böðvarsson & Co. Það fyrirtæki sameinaðist síðar HB Granda.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ókyrrð í suðvestanáttum

Framkvæmdir við höfnina í Krossvík hafa nánast staðið yfir frá árinu 1930 til dagsins í dag, en hægt og bítandi var bætt við mikilvægum áföngum í bryggjugerð og brimvörnum, að því er fram kemur í samantekt Gísla Gíslasonar.

Hafnaraðstæður á Akranesi eru fremur þröngar, sem skapast af legu hafnarinnar og aðstæðum á Akranesi. Á síðustu áratugum hefur verið unnið markvisst að því að verja höfnina þungum sjó, sem fylgir sterkum suðvestanáttum og öldu sem stendur þá beint á Aðalhafnargarðinn.

„Með endurbótum á Aðalhafnargarðinum hefur tekist að verja höfnina fyrir ágjöf, en ölduhreyfingar við ákveðnar aðstæður utan hafnar hafa valdið sogi í höfninni, sem skapar ókyrrð fyrir skip í viðlegu. Ýmislegt hefur verið gert til að koma í veg fyrir þessa ókyrrð, en án fullnægjandi árangurs. Hins vegar eru þessir dagar sem valda ókyrrð fáir og viðleguskilyrði allflesta daga ársins góð,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »