Stefnir í hert eftirlit með vigtun fisks

Eftirlit í kjölfar fráviks mun kosta viðkomandi vigtunarleyfishafa margar milljónir.
Eftirlit í kjölfar fráviks mun kosta viðkomandi vigtunarleyfishafa margar milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum. Fyrir þinginu liggur stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu.

Frumvarpið er nú hjá atvinnuveganefnd. Verði það að lögum mun Fiskistofa fá vald til að fylgjast mun betur en nú er hægt með vigtun fiskafla.

Í 1. grein frumvarpsins segir: „Komi í ljós við eftirlit Fiskistofu hjá vigtunarleyfishafa verulegt frávik á íshlutfalli í afla skips í tiltekinni fisktegund miðað við meðaltal íshlutfalls skipsins í fyrri löndunum skal Fiskistofa fylgjast með allri vigtun hlutaðeigandi vigtunarleyfishafa í allt að sex vikur. Skal vigtunarleyfishafa tilkynnt um ákvörðun Fiskistofu. Vigtunarleyfishafi greiðir allan kostnað vegna eftirlits samkvæmt þessari málsgrein.“

Kostnaður við eftirlitsmanninn fer eftir gjaldskrá Fiskistofu og er ljóst að slíkt eftirlit og yfirstaða í sex vikur muni kosta viðkomandi vigtunarleyfishafa margar milljónir.

Í 2. grein frumvarpsins segir að ef ítrekað verða veruleg frávik á íshlutfalli í afla hjá skipum sem landa hjá vigtunarleyfishafa skuli Fiskistofa afturkalla vigtunarleyfi hjá viðkomandi vigtunarleyfishafa í allt að eitt ár. Missir vigtunarleyfis getur verið mjög afdrifaríkur, ekki síst á minni stöðum úti á landi.

Eftirlitsmenn Fiskistofu vigla afla strandveiðibáta á Norðurfirði á Ströndum.
Eftirlitsmenn Fiskistofu vigla afla strandveiðibáta á Norðurfirði á Ströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægasta stoðin

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að rétt aflaskráning sé ásamt ábyrgri fiskveiðistjórn mikilvægasta stoðin í fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Löndun afla fram hjá vigt eða röng vigtun er eitt alvarlegasta brot sem um er að ræða í kerfinu,“ segir þar.

Hvert fiskiskip hefur skráðan kvóta eða aflaheimildir. Þegar fiski er landað er hann vigtaður og skráður og dregst frá kvóta skipsins. Ef vigtunarleyfishafi segir að t.d. 10% af heildarþynginni sé ís þá eru 90% fiskur sem dregst frá kvótanum.

Ef ísinn er í raun ekki nema 5% af heildarvigtinni liggur í augum uppi að 5% hljóta að vera fiskur sem er þá landað framhjá vigt. Sá fiskur kemur þá ekki til frádráttar frá kvóta skipsins og fer ekki í opinber gögn um fiskveiðar sem m.a. eru lögð til grunvallar fiskveiðistjórnun.

Sláandi munur hjá sumum

Fiskistofa birti á heimasíðu sinni fyrr í þessum mánuði niðurstöður vigtana með tilliti til íshlutfalls hjá vigtunarleyfishöfum sem eftirlitsmenn Fiskistofu höfðu eftirlit með endurvigtun hjá á tímabilinu frá 1. janúar til 31. mars 2017.

Með tilkynningunni fylgdi tafla sem sýndi samanburð á vegnu meðalíshlutfalli vigtunarleyfishafanna og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni. Niðurstöðurnar sýndu talsverðan mun í nokkrum tilvikum þegar aflinn var endurvigtaður að viðstöddum eftirlitsmanni.

Hjá bátnum sem er efstur á listanum var vegið meðalíshlutfall 16,97% en þegar staðið var yfir vigtuninni reyndist það ekki vera nema 4,33%. Munaði því heilum 12,64% á uppgefnum ís og vigtuðum ís í aflanum. Sami vigtunaraðili lenti einnig í þriðja sæti með afla af öðrum báti og munaði þar 10,45% á meðalíshlutfallinu og íshlutfalli við yfirstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »