„Aldrei nokkurn tíma séð þetta svona“

Kolbeinsey. Mynd úr safni.
Kolbeinsey. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sindre Skrede

„Á þeim þrjátíu árum sem ég hef róið þarna fram þá hef ég aldrei nokkurn tíma séð þetta svona. Það var stafalogn og sléttur sjór og þetta var gjörsamlega út um allan sjó, vaðandi síld.“

Þetta segir Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Kolbeinsey, 15 tonna línubát, í samtali við 200 mílur, en hann er á veiðum við eyjuna.

„Þegar við áttum eftir svona tíu, ellefu mílur í Kolbeinsey þá byrjuðum við að sigla fram á þessar vaðandi síldartorfur. Og á svona tólf mílna svæði fram að Kolbeinsey og fram fyrir Kolbeinsey voru vaðandi síldartorfur og skiptu tugum eða hundruðum,“ segir Guðlaugur Óli.

„Ég hef aldrei nokkurn tíma séð svona. Við höfum aðeins verið varir við síld upp við Grímsey en ekkert í líkingu við þetta,“ segir hann og bætir við að hann hafi reynt að ná í Hafrannsóknastofnun en ekkert fengið svar. Þá er ekki nægilegt netsamband á svæðinu svo að hægt sé að senda myndir þaðan.

„Ef maður vitnar nú í gömlu karlana, þegar var verið að veiða síld hérna í gamla daga, þá voru þeir oft að tala um að þetta væru kannski 50, 100 tonn í svona litlum torfum. Þetta er því ábyggilega töluvert mikið magn á ferðinni. Og það eru hnúfubakar og höfrungar að djöflast í þessu, alveg á fullu.“

Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og útgerðarmaður.
Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og útgerðarmaður. mbl.is/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 440,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,17 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 320 kg
Samtals 1.354 kg
24.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.071 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 2.087 kg
24.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 927 kg
Keila 200 kg
Steinbítur 12 kg
Karfi 11 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 1.157 kg
24.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 192 kg
Grásleppa 61 kg
Steinbítur 18 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 440,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,70 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,17 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 320 kg
Samtals 1.354 kg
24.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.071 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 2.087 kg
24.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 927 kg
Keila 200 kg
Steinbítur 12 kg
Karfi 11 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 1.157 kg
24.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 192 kg
Grásleppa 61 kg
Steinbítur 18 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »