Íbúðir koma í stað fiskvinnslu

Stórvirkar vinnuvélar hafa unnið að því undanfarna daga að brjóta …
Stórvirkar vinnuvélar hafa unnið að því undanfarna daga að brjóta niður Keilugranda 1. Þetta er mikið verk því húsið er 4.500 fermetrar mbl.is/RAX

Stórvirkar vinnuvélar vinna nú að því að rífa atvinnuhúsnæðið á Keilugranda 1 í vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggja 78 íbúðir á næstu misserum.

Fram kemur í húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, sem unnin var af Drífu Kristínu Þrastardóttur sagnfræðingi, að húsið Keilugrandi 1 var reist á árunum 1966-1967 sem vörugeymsla, fiskverkunarhús og pökkunarstöð fyrir Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). Á fyrri tíð var SÍF umfangsmesta sölusamband saltfiskframleiðenda í landinu með örflugt markaðsstarf í Suður-Evrópu og víðar. SÍF er ekki starfandi lengur.

Húsið var stækkað árið 1983

Upphaflega var húsið byggt í vinkil og voru elstu hlutar þess austurálma og suðurhluti. Árið 1983 var húsið stækkað umtalsvert. Upphaflegar teikningar að húsinu voru undirritaðar af Gísla Halldórssyni arkitekt, Teiknistofunni sf., Ármúla 6.

Austurálman var einlyft með millilofti og lágu mænisþaki. Þar var fiskvinnsla og pökkun ásamt starfsmannaaðstöðu og geymslurými á millilofti. Suðurhlutanum var skipt í tvö rými fyrir kæligeymslu og móttöku, með lágu mænisþaki á hvorum hluta, samsvarandi og á austurálmunni.

Húsið var byggt í módernískum stíl en var síðar breytt og aðlagað að húsagerð 9. áratugar 20. aldar, segir í húsakönnuninni. Húsið var byggt úr steyptum einingum.

Við stækkunina árið 1983 var þessi hluti hússins framlengdur til norðurs svo það varð ferhyrnt að grunnfleti, með þrískiptu mænisþaki. Heildarútliti hússins var þá einnig breytt, þ.e.a.s. útliti og þaki austurhlutans var breytt til samræmis við yngri byggingarhlutann, gluggaopum breytt og bætt við, inngangi komið fyrir á norðurgafli og þakkantar klæddir. Eftir stækkunina var húsið 4.500 fermetrar.

Teikningar að þessum breytingum eru undirritaðar af Halldóri Guðmundssyni arkitekt.

Keilugrandi 1. Atvinnuhúsnæði sem setti sinn svip á vesturbæ Reykjavíkur …
Keilugrandi 1. Atvinnuhúsnæði sem setti sinn svip á vesturbæ Reykjavíkur í áratugi. Íbúðarbyggð er allt í kring og því kemur ekki á óvart að húsið víki. mbl.is/Sigurður Bogi

Lengi athafnasvæði fiskvinnslufyrirtækja

Í húsinu var SÍF með starfsemi allt fram á miðjan 10. áratug 20. aldar en árið 1997 var húsið selt þvottahúsinu Grýtu sem starfaði þar í nokkur ár. Síðar var húsið nýtt sem vörugeymsla og aðsetur listamanna.

Árið 2012 keypti Reykjavíkurborg húsið Keilugranda 1 af Landsbankanum. Bankinn eignaðist hús og lóð þegar eigandinn, Rúmmeter, varð gjaldþrota. Kaupverðið var 240 milljónir. Borgin ákvað í framhaldinu að selja Búseta lóðina. Byggingarframkvæmdir eiga að hefjast strax að loknu niðurrifi.

Í vesturbæ Reykjavíkur var lengi athafnasvæði fiskvinnslufyrirtækja. Margir Reykvíkingar muna eflaust eftir hinni umfangsmiklu salfisks-, síldar- og skreiðarverkun sem Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) rak vestan og sunnan Grandavegar frá 1950 fram á miðjan 9. áratug 20. aldar. Húsin voru síðan rifin og fjölbýlishús reist á lóðinni.

Merkri athafnasögu lýkur

Hús Lýsis hf. við Grandaveg var rifið og þar hafa …
Hús Lýsis hf. við Grandaveg var rifið og þar hafa risið háar byggingar. mbl.is/Arnaldur

Á lóðinni næst austan við lóð SÍF, þar sem nú er Boðagrandi 2-2a, reisti verslun O. Ellingsen stálgrindarskemmu á árunum 1966-1968. Þar hafði O. Ellingsen vörugeymslu fram til um 1990 en eftir það var um tíma rekið þar víraverkstæði.

Einnig má nefna að Lýsi hf. reisti stórhýsi undir starfsemi sína við Grandaveg. Starfaði Lýsi hf. þar í áratugi. Lýsi reisti síðan nýja og fullkomna lýsisverksmiðju við Fiskislóð úti á Granda. Gamla húsið var rifið og á svæðinu byggt stórt fjölbýlishús. Nú rísa þarna þrír sjö hæða íbúðaturnar.

Með brotthvarfi Keilugranda 1 lýkur merkri athafnasögu í Vesturbænum. Fiskvinnsla hefur vikið fyrir íbúðarbyggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »