„Hagsmunir íbúa að engu hafðir“

mbl.is/Helgi Bjarnason

Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp eru að engu hafðir og svo virðist sem ætlun nefndar um stefnumótun í fiskeldismálum sé að ná „einhvers konar samkomulagi milli eldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa um svæðaskiptingu fyrir laxeldi, að mestu án tillits til hagsmuna íbúa svæðanna.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitar- og bæjarstjórum Súðavíkurhrepps, Ísafjarðabæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar en að því er fram kemur í yfirlýsingunni telja sveitarfélögin að minna hafi verið horft til raunverulegrar stefnumótunar í fiskeldismálum þar sem samfélög og sjálfbærni yrðu lögð til grundvallar.

Þá þykir „óásættanlegt“ að skýrsla Hafrannsóknarstofnunar fái að ráða því að hagsmunir íbúa séu virtir að vettugi og þeim jafnvel fórnað fyrir tvær „veigalitlar laxveiðiár“ í Ísafjarðardjúpi að því er segir í yfirlýsingunni. Er það krafa sveitarfélaganna að stofninn njóti „skilnings, fagmennsku og sanngjarnrar meðferðar“ þegar að því kemur að ákveða næstu skref um fiskeldi á Vestfjörðum.

„Það er krafa okkar að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði höfð til grundvallar, rétt eins og áhættumat hafrannsóknarstofnunnar, við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni en undir hana rita Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp að engu hafðir.

Nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldismálum hefur verið að störfum síðan haustið 2016 þegar þáverandi ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, setti nefndina á fót.
Snemma á þessu ári sendi nefndin út spurningalista til sveitarfélaga þar sem spurt var um áhrif fiskeldis á sveitarfélögin. Spurningarnar virtust reyndar fyrst og fremst miða við sveitarfélög þar sem uppbygging í fiskeldi hefur þegar átt sér stað en var engu að síður svarað ítarlega og samviskusamlega, þar sem fram kom hvaða áhrif hefðu þegar átt sér stað, hvaða áhrifa væri að vænta í framtíðinni og hvaða uppbygging þyrfti að eiga sér stað.

Sveitarstjórar fiskeldissveitarfélaga á Vestfjörðum áttu svo fund með sjávarútvegsráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á Þingeyri 10. júlí síðastliðinn. Það kom ráðherra mjög á óvart að nefndin skildi ekki þegar hafa átt fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Norðanverðum Vestfjörðum, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps – enda ætlar nefndin að skila af sé áliti þann 15. ágúst næstkomandi. Í þessum sveitarfélögum búa nærri 5.000 íbúar, eða meginhluti Vestfirðinga, og þótti furðu sætta ef hagsmunir þeirra íbúa ættu ekki að komast að borðinu með skýrum hætti.

Fyrir íhlutun ráðherra fengu Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur loks áheyrn nefndarinnar, 1. ágúst sl., ásamt einnig Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Reyndum við sveitar- og bæjarstjórar á Norðanverðum Vestfjörðum að koma á framfæri mikilvægi þess að hagsmunir allra þessara íbúa væru hafðir að leiðarljósi í störfum nefndarinnar.

Það verður að segjast eins og er að fundurinn með nefndinni olli okkur verulegum vonbrigðum. Svo virðist sem ætlun nefndarinnar sé að ná einhvers konar samkomulagi milli eldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa um svæðaskiptingu fyrir laxeldi – að mestu án tillits til hagsmuna íbúa svæðanna – en minna horft til raunverulegrar stefnumótunar í fiskeldismálum þar sem samfélög og sjálfbærni yrðu lögð til grundvallar. Það er því varla að sjá að frá nefndinni muni koma eiginlega stefnumótum um hvernig uppbyggingu fiskeldis skuli háttað á Íslandi, heldur sé fyrst og fremst verið að úthluta fyrirtækjum svæðum fyrir starfsemi sína.

Svo var að heyra sem ein skýrsla Hafró – sem er umdeild í þokkabót – eigi að verða hornsteinn einhverskonar sáttar milli þessara hagsmunaaðila, laxeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa, án þess að íbúarnir og hagsmunir þeirra eigi sæti við borðið. Einungis tvo mánuði tók að setja saman skýrslu Hafró. Ef það var svona veigalítið verk að slá laxeldisáform í Ísafjarðardjúpi út af borðinu, hvers vegna var þessi skýrsla þá ekki unnin fyrir mörgum árum síðan þegar áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi voru fyrst kynnt. Það er algerlega óásættanlegt að skýrsla Hafró fái að ráða því að hagsmunir íbúanna séu virtir að vettugi og hagsmunum þeirra jafnvel fórnað fyrir tvær veigalitlar laxveiðiár í Djúpinu. 

Það er krafa okkar að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði höfð til grundvallar, rétt eins og áhættumat hafrannsóknarstofnunnar, við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi.
Sveitar- og bæjarstjórarnir á Norðanverðum Vestfjörðum kynntu fyrir nefndinni þann möguleika að laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi og að árnar yrðu varðar með bestu fáanlegu aðferðum og tækni þannig að engu þyrfti að fórna til þess að leyfa laxeldi að þróast þannig að það geti lifað í sátt og samlyndi við laxveiðiár.

Sá málflutningur virtist ekki eiga upp á pallborðið hjá formanni nefndarinnar og var að heyra sem hann væri sannfærður um að mótvægisaðgerðir til varnar ánum gætu aldrei orðið fullnægjandi. Slík afstaða er undarleg enda væri mönnum í lófa lagið að frysta genamengið og varðveita til að útiloka alla áhættu – fyrir utan allar þær óteljandi aðferðir sem mögulegar eru til að fullverja árnar.

Ef raunin verður sú að tillaga nefndarinnar um stefnumótun í fiskeldi verður á þeim nótum sem við upplifðum á fundinum þá getur slík tillaga aldrei orðið meira en innlegg í málið og undirbúningur að víðtækari og heildstæðari stefnumótun þar sem hagsmunir íbúa, bæði Vestfirðinga og annarra landsmanna, verði settir í fyrsta sæti. Þeir gríðarlegu þjóðarhagsmunir sem geta legið í laxeldi í Ísafjarðardjúpi eru alltof miklir til að verða skiptimynt í hrossakaupum.

Margskonar lífstofnar búa um sig við Ísafjarðardjúp. Stofn manna hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og áratugi á þessu svæði, og á Vestfjörðum í heild. 
Það er ófrávíkjanleg krafa okkar þessi stofn njóti skilnings, fagmennsku og sanngjarnrar meðferðar þegar kemur að því að ákveða næstu skref framtíðar-atvinnuuppbyggingar Vestfjarða, fiskeldis. Til þess að svo verði þarf megin útgangspunktur þeirrar ákvörðunar vera félagslegt samfélag og sjálfbær vöxtur þess.

Það réttur fólksins við Ísafjarðardjúp að það sé sett forgang atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Af þeirri kröfu gefum við engan afslátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »