Lengir strandveiðar um tvo daga

Strandveiðar undan Snæfellsnesi. Mynd úr safni.
Strandveiðar undan Snæfellsnesi. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finnsson

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur í dag ákveðið að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn og verða strandveiðiheimildir því 9.760 tonn á þessari vertíð.

Greint er frá ákvörðuninni á vef sjávarútvegsráðuneytisins og kemur þar fram að með þessu sé verið að bregðast við áskorun stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem var send ráðuneytinu í byrjun ágúst. Þar var skorað á ráðherra að auka aflaviðmiðun þannig að ekki kæmi til stöðvunar veiða.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, er ánægður með ákvörðunina. „Við erum sáttir. Það sem af er ágúst hafa 420 bátar verið við veiðar á hverjum degi að meðaltali,“ segir Örn og bætir við að þetta sé líka viðurkenning á mikilvægi strandveiðanna.

„Að sjálfsögðu vilja menn alltaf meira en það hefur ekki gengið vel að fá svona breytingar fram svo ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Örn.

Í tilkynningunni frá ráðuneytinu kemur fram að með ákvörðuninni sé ekki aukið við áður ákveðnar heildaraflaheimildir heldur sé um tilflutning að ræða frá þeim þáttum sem 5,3 prósent er ráðstafað til, sem er m.a. línuívilnun og byggðakvóti.

Heimildirnar skiptast hlutfallslega jafnt milli strandveiðisvæða m.t.t. dagsafla hvers svæðis og er reiknað með að þessi viðbót auki sókn um tvo daga á hverju svæði um sig.

Aukningin skiptist þannig á svæði: svæði A 250 tonn, svæði B 120 tonn, svæði C 140 tonn, svæði D 50 tonn

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg
17.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.588 kg
Ýsa 1.782 kg
Karfi 164 kg
Steinbítur 129 kg
Ufsi 27 kg
Langa 11 kg
Keila 11 kg
Samtals 6.712 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg
17.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.588 kg
Ýsa 1.782 kg
Karfi 164 kg
Steinbítur 129 kg
Ufsi 27 kg
Langa 11 kg
Keila 11 kg
Samtals 6.712 kg

Skoða allar landanir »