Grjótkrabbi náðist í Siglufirði

Júlíus, Mikael og Tryggvi með grjótkrabbann.
Júlíus, Mikael og Tryggvi með grjótkrabbann. mbl.is/Sigurður Ægisson

Grjótkrabbi, norður-amerísk krabbategund sem varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006, nánar tiltekið í Hvalfirði, náðist við Óskarsbryggju í Siglufirði í gærkvöldi öðru sinni, því hið sama gerðist 18. júlí í fyrra og var um sömu veiðigarpa að ræða þá og nú, Mikael Sigurðsson og Júlíus og Tryggva Þorvaldssyni, sem halda þarna úti krabbagildrum sér til dundurs og fróðleiks.

Ekki er vitað um kyn grjótkrabbans sem náðist í fyrra, en í þetta skiptið var um karldýr að ræða. Krabbanum var sleppt í hafið að lokinni myndatöku.

Grjótkrabbinn reyndist vera karldýr.
Grjótkrabbinn reyndist vera karldýr. mbl.is/Sigurður Ægisson

Tómar skeljar fundust 2009

Grjótkrabbi hefur dreifst töluvert hratt út síðan hann fannst hér við land fyrst. Árið 2007 hófust rannsóknir á honum við Háskóla Íslands og veiddust lirfur í Hvalfirði það sama ár. Hann fannst nærri Stykkishólmi árið 2008 sem og lirfur í Patreksfirði.

Árið 2009 fundust tómar skeljar á Barðaströnd. Grjótkrabbi fannst svo í Arnarfirði árið 2011. Árið 2013 mun Erlendur Guðmundsson kafari hafa séð einn í höfninni við Slippinn á Akureyri, en hann náði hvorki að handsama né mynda þann krabba, svo ekki reyndist unnt að staðfesta fundinn.

Vera hans í Eyjafirði var svo staðfest árið 2015 þegar Erlendur Bogason kafari fann einn og náði af honum kvikmynd. Enn hefur ekkert eintak verið staðfest úr Skjálfanda. Á Ísafirði náðist einn í krabbagildru árið 2014.

Nyrsti fundarstaðurinn til þessa

Einstaklingarnir geta verið ólíkir á litinn, óháð kyni, eða allt frá því að vera rauðgulir á skelina yfir í að vera gulgrænir. Að neðanverðu er þeir ljósleitir.

Fram til 2006 var útbreiðsla krabbans aðeins þekkt við austurströnd Norður-Ameríku og er Ísland því nyrsti og jafnframt eini þekkti fundarstaður hans í Evrópu til þessa. Talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 447,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 313,45 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 153,68 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,70 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 447,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 313,45 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 153,68 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,70 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »