Björn Valur gagnrýnir Björn Leví

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna.
Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar

„Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverja virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana.“

Þetta segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi alþingismaður, á vefsíðu sinni

Bætir hann við að margir stjórnmálamenn láti sér nægja að henda af og til fram illa rökstuddum fullyrðingum um svik og pretti innan íslensks sjávarútvegs, og vísar um leið til fréttar 200 mílna þar sem reifuð eru skrif Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um meint verðsamráð á fiskmörkuðum hérlendis.

„Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Björn Valur að lokum.

Björn Leví Gunnarsson í pontu Alþingis.
Björn Leví Gunnarsson í pontu Alþingis. mbl.is/Eggert

Skipti uppboðunum á milli sín

Eins og 200 mílur fjölluðu um fyrr í vikunni gerði Björn Leví lauslegan samanburð á fiskverði hérlendis miðað við verðið á mörkuðum í Grimsby í Bretlandi. Sagði hann kíló af þorski allt að helmingi ódýrara á Íslandi.

„Or­sök­in, er mér sagt, er að það er sam­ráð á fisk­mörkuðum á Íslandi. Þeir sem bjóði í fisk­inn skipta upp­boðunum á milli sín til þess að hirða til sín sem mest­an gróða. Þeir sem eru með aðgang að ná­kvæm­ari gögn­um (það þarf not­end­a­nafn til þess að sjá það) segja mér að það sé ekki leng­ur hægt að sjá hverj­ir séu að bjóða í fisk­inn en miðað við hvert var­an fer síðan þá sé það frek­ar aug­ljóst,“ skrif­aði Björn Leví á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »