Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Kristján fékkst við verkun áður en hann opnaði fiskbúðina Mos. …
Kristján fékkst við verkun áður en hann opnaði fiskbúðina Mos. Hann segir að sala á löngu og þorski hafi aukist síðustu ár. mbl.is/Árni Sæberg

„Fiskneyslan breytist svolítið á haustin. Núna fer fólk að færa sig meira yfir í soðninguna og fleira,“ segir Kristján B. Magnússon, fisksali í Fiskbúðinni Mos í Mosfellsbæ.

Kristján opnaði fiskbúðina í miðri kreppu, í janúar 2009.

„Þá var hagkerfið alveg botnfrosið en þetta gekk eftir á að hyggja mjög vel. Vinnuafl var ódýrt miðað við hvað er í dag og það var hægt að fá tæki og tól ódýrt. Það voru ennþá timburmenn í þjóðfélaginu og verið var að henda út kæliborðum og fleiru fyrir nýtt.“

Var greinilega eftirspurn

Í upphafi rak Kristján fiskbúðina í félagi við Sigurð Fjeldsted en hann gekk úr skaftinu. Báðir eru þeir úr Mosó svo það lá beint við að velja búðinni þar stað.

„Það voru margir sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, það hefði aldrei neitt gengið í Mosó. En bærinn hefur stækkað hratt og er örugglega búinn að tvöfaldast á tíu árum. Búðin hefur gengið vel, það hefur verið stígandi í þessu.

Ég var búinn að hugsa þetta lengi og var reyndar að spá í öðrum staðsetningum líka. Ég skoðaði til dæmis Spöngina og Mjóddina. Síðan hafa verið opnaðar aðrar fiskbúðir á öllum þeim stöðum sem ég skoðaði svo það var greinilega eftirspurn.“

Aukin sala á löngu og þorski

Kristján hefur sýslað með fisk alla sína tíð og kann því vel.

„Ég var verkunarmaður áður en ég opnaði þessa verslun. Ég kann ekkert annað.“

Fiskneysla landsmanna tekur sífelldum breytingum og kveðst Kristján merkja breytingar á þeim átta árum sem liðin eru síðan hann opnaði verslunina.

„Það hefur aukist mikið sala á löngu og þorski, til að mynda,“ segir hann.

„Soðningin er líka alltaf vinsæl og ýsa í raspi, það fer hellingur af henni. Það eru margir fastakúnnar sem byrja kannski vikuna á soðinni ýsu, taka svo ýsu í raspi um miðja vikuna og enda svo á gúrmet-laxi á föstudögum. Þetta er svona hringur.“

Í dagsins önn þykir mörgum þægilegt að grípa með sér fiskrétti sem ekki þarf annað en að skella inn í ofn þegar heim er komið.

„Já, þetta nýtur mikilla vinsælda. Við erum með svona tólf tilbúna rétti sem fólk getur valið úr.“

Ungt fólk borðar ekki grásleppu

Breytt fiskneysla sést líka á því að sífellt færri sækja sér fisk sem var áður fyrr aufúsugestur á borðum landsmanna.

„Það er margt að deyja út í fiskneyslu. Unga fólkið vill ekki mikið sjá siginn fisk og grásleppu til dæmis.“

Merkirðu mun á fiskneyslu ungs fólk og þess eldra?

„Unga fólkið má ekkert vera að þessu, það þarf bara að vera hægt að setja beint í ofninn. Unga fólkið má heldur ekki fá eitt bein í munninn, þá kemur það kannski ekki í mánuð. Ekki að það sé mikið um bein í fiski sem seldur er í dag. Áður fyrr fengu menn sér þverskorna ýsu og beinhreinsuðu hana í munninum,“ segir Kristján og hlær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »