Ósonið gerir gæfumuninn

Gunnlaugur Hólm og Hafsteinn Már Steinarsson, eigendur Eldislausna.
Gunnlaugur Hólm og Hafsteinn Már Steinarsson, eigendur Eldislausna.

Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg.

Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á er fjölbreytt, en nefna má að það sinnir ráðgjöf fyrir fiskeldisfyrirtæki, annast uppsetningu og tengingar á öllum búnaði í fiskeldi, sér um alla almenna pípu- og raflagnaþjónustu, dæluviðgerðir, iðnstýringar og köfunarþjónustu. Fyrirtækið hefur einnig umboð fyrir hreinsitromlur, ljós í kvíar og í eldiskör.

Á sjávarútvegssýningunni kynntu Eldislausnir, í samstarfi við fyrirtækið Redox í Noregi, ósonbúnað í fiskeldi og sjávarútvegi.

Redox er eitt fremsta fyrirtæki í Noregi á þessu sviði og hefur náð frábærum árangri við gerileyðingu og sótthreinsun í landstöðvum fiskeldis, matvælavinnslum, sundlaugum og skipum. Fyrirtækið er með viðskipti sín á Íslandi.

Tálknafjörður. Fiskeldisker í seiðastöð Arnarlax.
Tálknafjörður. Fiskeldisker í seiðastöð Arnarlax. Ljósmynd/Eldislausnir

Óson til gerileyðingar

„Við hjá Eldislausnum munum kynna kosti ósons sem eru meðal annars minni vatnsnotkun, það súrefnisbætir vatnið og dregur þannig úr lykt auk þess að gera vatnið tærara, auka vatnsgæði, örva vöxt fisksins og útrýma vatnsbornum bakteríum og veirum. Aðferðin kemur í veg fyrir sjúkdóma í fiski af völdum baktería, veira, sveppa og frumdýra,“ sögðu Gunnlaugur Hólm og Hafsteinn Már Steinarsson, eigendur Eldislausna í samtali við blaðamann fyrir sýninguna.

„Við bjóðum einnig upp á heildarlausnir í rafmagns- og pípulögnum ásamt stýringum og forritun fyrir flest sem viðkemur fiskeldi. Fóður-, súrefnis- og dælustýringar og fleira.“

Eldislausnir smíða mikið af búnaði fyrir fiskeldi eins og loftara, Oxy Clever-súrefniskerfi og súrefniskúta, sem og ýmsa sérsmíði, bæði úr plasti og stáli. Eldislausnir vinna fyrir flest stóru fiskeldisfyrirtækin, t.d. Arnarlax, Laxa, Íslandsbleikju, Náttúru, Ísþór og fleiri.

Eldislausnir eru með umboð fyrir Rovatti-dælur og Felsom-borholudælur, sem og annan búnað fyrir fiskeldið. „Við eigum ávallt borholudælur á lager frá 4“ til 12“ en einnig erum við með viðgerðir á dælum og húðun á þeim.“

Rúmgott og vandað fiskeldisker, uppsett og tilbúið til notkunar.
Rúmgott og vandað fiskeldisker, uppsett og tilbúið til notkunar.

„Fiskeldi rífur staðina upp“

Fyrirtækið flytur inn fiskeldisker sem hafa verið sett upp á Gileyri fyrir Bæjarvík og tekið þátt í uppbyggingu stöðvarinnar þar. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið náið með Löxum í uppbyggingu þeirra á nýrri eldisstöð í Þorlákshöfn og við endurnýjun á seiðaeldisstöðvum á Bakka og Fiskalóni í Ölfusi, segja þeir Gunnlaugur og Hafsteinn.

„Að okkar mati er fiskeldið frábær viðbót við íslenskt atvinnulíf, sérstaklega á Vestfjörðum þar sem maður hefur séð þorpin rísa úr öskustónni með fiskeldi. Þar má taka Bíldudal sem dæmi, en þar er blómlegt atvinnulíf í dag og vantar fólk til starfa.

Fiskeldi er að rífa staðina upp, bæði fyrir austan og vestan, þegar bolfiskvinnsla hefur dregist saman eða flust annað. Við leggjum áherslu á góða þjónustu, við erum alltaf reiðubúnir þegar okkar er þörf, en það er grunnurinn að góðu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segja þeir Gunnlaugur og Hafsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.004 kg
Samtals 1.004 kg
20.4.24 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.473 kg
Samtals 1.473 kg
20.4.24 Elín ÞH 82 Grásleppunet
Grásleppa 4.019 kg
Þorskur 221 kg
Skarkoli 23 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 4.275 kg
20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.004 kg
Samtals 1.004 kg
20.4.24 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.473 kg
Samtals 1.473 kg
20.4.24 Elín ÞH 82 Grásleppunet
Grásleppa 4.019 kg
Þorskur 221 kg
Skarkoli 23 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 4.275 kg
20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg

Skoða allar landanir »