Selja Kristinu EA til Rússlands

Kristina EA við bryggju í Neskaupstað.
Kristina EA við bryggju í Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Fjölveiðiskipið Kristina EA hefur verið selt til Rússlands og verður afhent nýjum eigendum í næstu viku. Þar með lýkur ríflega 10 ára sögu þess í eigu Samherja. Þetta segir í tilkynningu á vef félagsins.

Kristina EA er um 7.000 tonn að stærð og 105 metra langt, smíðað á Spáni árið 1994. Það varð stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans þegar það kom hingað til lands í maí 2005 og bar þá nafnið Engey RE-1. Samherji keypti skipið í mars 2007 af HB-Granda hf. og nefndi það Kristina EA.

Í tilkynningunni segir að skipið hafi reynst farsælt í rekstri, en það fór sína síðustu veiðiferð á laugardaginn 16. september og lagði upp frá Færeyjum. Það hóf veiðar daginn eftir í svokallaðri Síldarsmugu á alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands, Færeyja og Noregs. Kristina landaði 2.180 tonnum af frystum makríl í Hafnarfirði á þriðjudaginn eftir 6 sólarhringa á miðunum.

Áhöfnin notaði tímann á siglingunni til Hafnarfjarðar til að klára að frysta aflann. Áætlað aflaverðmæti er um 300 milljónir króna. Síðasta veiðiferðin reyndist sú besta í 10 ára sögu skipsins hjá Samherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »