Nýjar vottanir bætast í safnið

Ljósmynd/Reynir Sveinsson

Icelandi Sustainable Fisheries (IFS) hafa undanfarið bætt nýjum MSC vottunum í safn sitt, þar á meðal fyrstu MSC vottunum í heiminum fyrir keilu, blálöngu, steinbíl og kola. Í dag er um 90% af öllum lönduðum afla á Íslandi úr MSC vottuðum stofnum. 

„IFS hafa verið að gera gríðarlega mikið á síðastliðnum fjórum árum. Við höfum verið að bæta við fleiri og fleiri MSC vottuðum tegundum og erum komnir með stóru uppsjávartegundirnar eins og makríl, síld og loðnu auk þess sem kolmunni er að detta inn a´næstu dögum þannig að við erum að nálgast það að hátt í 90% af öllum lönduðum afla á Íslandi sé landað undir merkjum þessa alþjóðlega staðals sem er auðvitað mikið gæðamerki,“ segir Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá IFS. 

„Við erum ekki bara að taka stóru tegundirnar heldur í raun alla flóruna. Ef ég miða við 2015 tölur þá var stærsta tegundin sem var landað undir MSC vottuðum skírteinum loðna sem var um 25% en tegundir eins og loðna og grásleppa 1% eða minna. Þannig að við skiljum litlu stofnana og minna verðmætu stofnana ekki útundan. Það sama gildir um verðmæta stofna sem eru veiddir í minna magni eins og til dæmis skötuselur sem fer að detta inn. Við erum komnir með alveg ofboðslega margar tegundir sem eru MSC vottaðar,“ segir Kristinn.

Verslunarkeðjur gera kröfu um staðalinn

Að sögn Kristins er MSC staðallinn orðinn mjög virtur en markmið staðalsins er að sýna kaupendum og neytendum fram á það að á Íslandi séu eingöngu stundaðar sjálfbærrar veiðar og að mikil vinna sé lögð í það að fiskistofnar og umhverfi hafsins geti áfram verið uppspretta hagsældar í landinu vegna þekkingar of virðingar fyrir lífríki hafsins. „Þetta er sá staðall sem að verslunarkeðjur í Bretlandi, Þýskalandi, Skandinavíu og í auknu mæli í Mið-Evrópu og Asíu, eru farnar að krefjast þegar þeir kaupa sjávarföng. Það er hægt að merkja neytendaumbúðir með staðlinum en IFS er algjörlega óháð staðlinum sem er algjörlega í eigu MSC sem er með höfuðstöðvar í London og var búinn til að WWF og Unilever í Þýskalandi fyrir um tveimur áratugum. Staðallinn hefur verið að styrkjast allar götur síðan þá og er sá virtasti eins og er," segir Kristinn. 

Frétt mbl.is: „Vesen“ í upp­hafi, en verðmæti til framtíðar

Starf IFS að verða þekkt erlendis

Tilgangur IFS er að afla vottana á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru við Ísland en ISF leitar vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC) sem eru sjálfstæðar og faggildar vottunarstofur sem meta og taka út fiskveiðar við Ísland samkvæmt þeim kröfum sem settar eru fram í MSC staðlinum.

„Það sem við erum búin að gera fyrir íslenskan útveg er að verða þekkt erlendis þó að þetta fari lágt hér heima. Þetta er mjög góður árangur. Í stuttu máli þá eru um tólf fiskistofnar orðnir MSC vottaðar fyrir öll veiðafæri sem við erum að nota og Ísland er meðal stærri aðila innan MSC prógramsins. Af þessum tólf tegundum vorum við fyrst í heiminum til að hljóta vottun fyrir sex tegundir. Það eru gullkarfi, loðna, langa, blálanga, keila og grásleppa. Síðan þegar við klárum skötuselinn verður hann sjöunda tegundin sem IFS verðru fyrst í heiminum til að votta,“ segir Kristinn. 

Ströng skilyrði fyrir vottun

Að sögn Kristins þarf að uppfylla þrjú meginskilyrði til að hljóta MSC vottun en þau skiptast síðan niður í fjölmarga mælikvarða. „

Í fyrsta lagi þurfa stofnstærðir og stofnþróun að vera lagi þannig að stofnarnir sem er verið að votta séu klárlega sjálfbærir. Í öðru lagi er litið til veiðafæranna um umhverfislegra áhrif af þeim. Það þarf að sýna fram á það með vísindalegum gögnum að veiðafærin hafi ekki slæm umhverfisleg áhrif þannig að það sé ekki verið að veiða fugl, spendýr, tegundir í útrýmingarhættu eða skaða botninn. Ef að maður getur ekki sýnt fram á þetta með vísindalegum gögnum þá einfaldlega fellur maður á vottuninni. Í þriðja lagi er fiskveiðistjórnunin skoðuð og það þurfa til að mynda að vera til reglur um það hvernig brugðist verði við því að stofnstærð fari niður fyrir eitthvað ákveðið auk þess sem það þurfa að vera til strandríkjasamkomulög um nýtingu uppsjávartegunda sem fara á milli lögsaga. Þannig að það er talsverð pressa á strandríkjum að fara að koma sér saman um það hvernig eigi að skipta kvótanum sem alþjóða hafrannsóknarstofnunin leggur til varðandi makríl, kolmunna og síld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »