Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

„Það er eðlilegt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar.“
„Það er eðlilegt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar.“ mbl.is/Ómar

Bráðabirgðatölur Hagstofunnar um útflutningsverðmæti sjávarafurða benda til þess að tekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja verði mun minni á þessu ári en því síðasta. Þetta segir Ásta Björk Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, og bætir við að í krónum talið hafi útflutningsverðmætið ekki verið minna síðan 2008.

„Ef við skoðum fyrstu tíu mánuði þessa árs þá nemur útflutningsverðmæti sjávarafurða 165 milljörðum króna en var komið upp í 200 milljarða á sama tíma í fyrra. Allar horfur eru á að útflutningsverðmæti nái ekki upp í 200 milljarða króna á árinu í heild,“ segir Ásta.

Mælt í krónum er samdrátturinn ríflega 17% en um 6% ef miðað er við fast gengi. Að sögn Ástu er það fyrst og fremst sterkari króna sem skýrir þennan samdrátt en einnig kemur verkfall sjómanna við sögu. „Af þessum 17% má rekja 12 prósentustig til gengisþróunarinnar en um það bil fimm stig til sjómannaverkfallsins,“ útskýrir Ásta.

Sú styrking sem orðið hefur á gengi krónunnar síðustu ár virðist farin að þrengja að rekstri fyrirtækjanna í greininni. Ásta bendir á að útgjöld sjávarútvegsins séu að stórum hluta í krónum á meðan tekjurnar eru háðar gengi krónunnar og rímar tvöföldun veiðigjaldsins á yfirstandandi fiskveiðiári illa við þá styrkingu sem orðið hefur á gengi íslenska gjaldmiðilsins. „Styrking krónunnar og hækkandi veiðigjald hafa þurrkað út hagnað sumra sjávarútvegsfyrirtækja og jafnvel gott betur í einhverjum tilvikum,“ segir hún.

„Eykur það líkurnar á enn frekari samþjöppun í greininni og hefur líka veruleg áhrif á fjárfestingaráform. Hætt er við að endurnýjun skipa og tækja muni sitja á hakanum og gæti það haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs til lengri tíma litið.“

Ásta Björk Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ásta Björk Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þarf að laga formúluna?

En hvað er til ráða? Ekki er að því hlaupið að segja fyrir um gengi krónunnar, og þar með framtíðartekjur sjávarútvegsfyrirtækja, en Ásta segir vert að skoða hvort breyta megi þeim formúlum sem notaðar eru til að reikna út veiðigjaldið og þannig gefa greininni meira svigrúm þegar tekjurnar eru á niðurleið eins og nú.

„Á þessu ári féllu niður afslættir sem höfðu verið á veiðigjaldi og nú þegar tveir mánuðir eru liðnir af nýju fiskveiðiári má finna fjölda fyrirtækja sem lenda í þreföldun og jafnvel fjórföldun á veiðigjaldi frá fyrra fiskveiðiári.“

Upphæð veiðigjalda byggist á reikniformúlu sem tekur mið af hagnaði greinarinnar fyrir skatta fyrir tveimur árum. Í ár er því miðað við hagnað ársins 2015, sem var gott ár í resktri sjávarútvegsins. Nú þegar aðstæður eru síst hagfelldar í rekstri leggst hið hækkaða gjald því þungt á fyrirtækin.

Ásta segir að hafa verði í huga að öll opinber …
Ásta segir að hafa verði í huga að öll opinber gjöld sem lögð eru á greinina geti skekkt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. mbl.is/Eggert

Óvissan snertir líka ríkissjóð

Að mati Ástu væri eðlilegt að viðmiðunarárið væri nær yfirstandandi fiskveiðiári og aukin vinna væri lögð í mat á kostnaðarliðum í rekstri sem liggja til grundvallar gjaldstofninum. „Sem dæmi um hvað breytingin er mikil þá var gjaldið fyrir hvert kíló af óslægðum þorski tæpar 12 krónur á síðasta fiskveiðiári en er komið upp í tæplega 23 krónur nú,“ segir hún til að undirstrika þær miklu sveiflur sem greinin glímir við vegna gjaldsins.

Ásta segir að það geti líka verið ráðlegt að einfalda þær forsendur sem nýttar eru til útreiknings og gera gjaldið þannig fyrirsjáanlegra. Það auki á óvissuna þegar sjávarútvegsfyrirtæki reyna að skipuleggja rekstur sinn fram í tímann að þau geta ekki með góðu móti áætlað hve mikil veiðigjöld má reikna með að þurfa að greiða í framtíðinni.

Óvissan snertir líka ríkissjóð enda hefur reynslan sýnt að heildarupphæð veiðigjalds getur verið mjög sveiflukennd og hafði ríkið sem dæmi tæplega fimm milljarða í tekjur af þessari gjaldtöku á síðasta fiskveiðiári en reiknað er með að gjaldið skili um 11 milljörðum í ríkiskassann á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þá segir Ásta að hafa verði í huga að öll opinber gjöld sem lögð eru á greinina geti skekkt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs en um 98% af íslenskum fiski eru flutt úr landi. „Ólíkt fyrirtækjum í samkeppni innanlands geta sjávarútvegsfyrirtæki ekki skellt þessari aukaálagningu yfir á afurðaverð enda tekur alþjóðleg samkeppni ekki mið af íslenskum aðstæðum. Þá er gjaldtaka hvergi jafn umfangsmikil og hér á landi,“ segir hún.

„Það er eðlilegt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar. Óhófleg gjaldtaka mun hins vegar skekkja samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. Það bitnar síðan á afkomu greinarinnar og þar með fjárfestingum svo að til lengri tíma litið verða þær tekjur sem hún skapar þjóðarbúinu minni en þær hefðu getað orðið. Það væri síst góð niðurstaða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »